fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Sagt upp eftir að hún tilkynnti um þungun – Var í góðu lagi því hún tilkynnti það röngum aðila

Ritstjórn DV
Mánudaginn 8. janúar 2024 16:08

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í dag var á vef Héraðsdóms Reykjavíkur birtur dómur sem féll 21. desember síðastliðinn. Var um að ræða mál sem kona höfðaði á hendur fyrrverandi vinnuveitanda sínum en hún hélt því fram að henni hafi verið sagt upp störfum af því hún hefði gengið með barn. Héraðsdómur tók ekki undir málatilbúnað konunnar og dæmdi vinnuveitandum í hag þar sem konan tilkynnti ekki réttum aðila innan fyrirtækisins að hún væri ólétt..

Í dómnum segir um forsögu málsins að konan hafi í lok maí 2022 verið ráðin í 40 prósent starf, með skriflegum hætti, sölufulltrúa í verslun ónefnds fyrirtækis í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Konan hafði hins vegar ráðin í apríl, með munnlegum hætti, og hóf þá störf. Aðeins viku eftir að gengið var frá skriflega ráðningarsamningnum var konunni sagt upp störfum en þá var hún barnshafandi. Taldi konan og lögmaður hennar að uppsögnin bryti í bága við lög um fæðingar- og foreldraorlof.

Þann 1. júní 2022 tjáði konan annarri konu sem starfaði í versluninni að hún væri ólétt. Sú fyrrnefnda taldi þá konu vera yfirmann sinn en samkvæmt ráðningarsamningi hennar starfaði sú kona einnig sem sölufulltrúi.

Þegar konunni var sagt upp var það að sögn vegna tíðra fjarvista vegna veikinda en alls hafði konan verið fjarverandi í fimm skipti af þeim 23 vöktum sem hún átti að vera á frá fyrsta vinnudegi þar til hún lauk störfum.

Konan mótmælti uppsögninni en framkvæmdastjóri fyrirtækisins sagðist ekki hafa vitað af óléttunni þegar ákvörðun var tekin um að segja konunni upp störfum. Konan sagðist hafa sagt sínum næsta yfirmanni, áðurnefndri konu, frá því að hún væri barnshafandi en framkvæmdastjórinn, sem einnig er kona, sagði þá konu ekki vera yfirmann og að hún sjálf væri næsti yfirmaður konunnar. Konan sem fékk að vita af því að konan, sem höfðaði málið, væri barnshafandi sagði að hún hefði verið beðin um að halda því leyndu og við það hefði hún staðið.

Hver var yfirmaður?

Starfsmaður stéttarfélags konunnar mótmælti einnig uppsögninni. Starfsmaðurinn sagði að konan hefði fengið þær upplýsingar að konan sem hún sagði frá óléttunni væri yfirmaður og þar með taldi hún sig hafa tilkynnt fyrirtækinu að hún gengi með barn.

Konan sem deilt var um hvort að væri yfirmaður hjá fyrirtækinu sagðist hafa sagt konunni sem var sagt upp að hún væri ekki yfirmaður hennar. Hún hefði beðið hana um að þegja yfir óléttunni og segja framkvændastjóranum ekki frá henni þar sem hún væri nýlega búin að hefja störf.

Konan sem höfðaði málið sagðist hins vegar hafa talið að konan sem hún sagði frá óléttunni væri yfirmaður hennar þar sem hún hefði tekið á móti henni fyrsta dag hennar í starfi og hefði þar auki skipulagt vaktir hennar. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins hafi aftur á móti lítið sést í versluninni.

Konan taldi að hún hefði tilkynnt sínum næsta yfirmanni að hún væri ófrísk og því væri óheimilt að segja henni upp samkvæmt lögum. Skýringar um lélega mætingu sem ástæðu uppsagnar stæðust ekki skoðun þar sem engar athugasemdir hefðu verið gerðar um það við hana og hún hefði verið í tæpan mánuð í starfi þegar gengið var frá skriflegum ráðningarsamingi sem hafi verið undarlegt ef hún hefði mætt illa.

Konan gerði því kröfur um bætur, greiðslu launa fyrir þriggja mánaða uppsagnarfrest, desemberuppbót og orlofsuppbót.

Lögmaður fyrirtækisins stóð fast á því að framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sem tæki alfarið ákvarðanir um ráðningar og uppsagnir, hefði ekki vitað af því að konan var ólétt og þar sem sú vitneskja hefði ekki verið fyrir hendi nyti konan ekki verndar laga um fæðingar- og foreldraorlof. Einnig hefði alltaf legið fyrir að konan sem konan sem stefndi fyrirtækinu sagði frá óléttunni væri ekki yfirmaður og þótt svo hefði verið hefði það ekki skipt neinu máli þar sem hún hefði ekki haft heimild til að segja fólki upp.

Helsta ástæða uppsagnarinnar hafi verið léleg mæting og slæleg frammistaða á námskeiði fyrir nýja starfsmenn. Konan hafi ekki staðist þær kröfur sem gerðar væru til starfsmanna fyrirtækisins.

Fullyrðingar konunnar standist ekki skoðun

Það er niðurstaða Héraðsdóms að samstarfskona óléttu konunnar, sem fékk vitneskju um óléttuna, hefði sannarlega ekki verið yfirmaður hennar. Þótt umrædd kona hefði tekið á móti henni fyrsta daginn, annast þjálfun hennar og fundið fyrir hana vinnuföt geri það hana ekki að yfirmanni og heldur ekki að konunni sem sagt var upp hafi tilkynnt hinum meinta yfirmanni um þau skipti sem hún var veik. Þar að auki sé ósannað að hún hafi skipulagt vaktir konunnar en því neituðu bæði framkvæmdastjórinn og konan sem ranglega var talin yfirmaður. Framburður hins meinta yfirmanns og ráðningarsamingur hennar sýni einnig fram á að hún hafi aldrei verið yfirmaður heldur verið sölufulltrúi eins og konan sem sagt var upp.

Þar að auki sé ósannað að framkvæmdastjórinn hafi fengið upplýsingar um að konan væri ólétt áður en ákvörðun var tekin um að segja henni upp en konan hafi ekki tjáð framkvæmdastjóranum að hún væi ólétt fyrr en hringt var í hana til að tilkynna um uppsögnina. Konan hafi sjálf staðfest að hún hafi ekki nefnt uppsögnina við framkvæmdastjórann fyrr en í umræddu símtali.

Er það því niðurstaða Héraðsdóms að tilkynning konunnar um óléttuna geti ekki talist tilkynning til vinnuveitanda í skilningi laga og fyrirtækið var þar af leiðandi sýknað af kröfum hennar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“