fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fréttir

Birgir vill tjaldbúðirnar burt af Austurvelli: „Þjóðaröryggismál og á ekki að viðgangast“

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 8. janúar 2024 09:00

Birgir Þórarinsson er allt annað en sáttur við tjaldbúðirnar á Austurvelli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er allt annað en sáttur við tjaldbúðir sem risið hafa á Austurvelli gegnt Alþingishúsinu. Um er að ræða hóp Palestínumanna og íslenskra aðgerðarsinna sem gagnrýna stjórnvöld fyrir seinagang og aðgerðaleysi í að sameina palestínskar fjölskyldur hér á landi.

Birgir skrifar um málið í Morgunblaðið í dag og kallar eftir því að Reykjavíkurborg komi að málinu.

„Aust­ur­völl­ur er helg­ur staður í huga Íslend­inga. Þar standa minn­is­varði Jóns Sig­urðsson­ar for­seta, Alþing­is­húsið og Dóm­kirkj­an. Það ætti því að vera skylda hvers manns að ganga vel um staðinn og sýna hon­um virðingu. Þetta sagði Jón Beno­nýs­son í viðtali í Vísi árið 1965. Jón var vörður á Aust­ur­velli og gekk um völl­inn með ein­kenn­is­húfu frá morgni til kvölds allt árið í ýms­um veðrum og sá til þess að staður­inn væri þrifa­leg­ur, þar færi ekk­ert mis­ráðið fram og ekki væri gengið á gras­inu.“

Orðinn að ókeypis tjaldstæði

Nú er öldin önnur og segir Birgir að helgin yfir Austurvelli sé lítilsvirt. Þannig sé krotað reglulega á styttuna af Jóni Sigurðssyni forseta, mótmælaspjöld hengd á hana og jafnvel plastpokar settir yfir höfuð Jóns.

„Aust­ur­völl­ur sjálf­ur er svo orðinn að ókeyp­is tjald­stæði í boði Reykja­vík­ur­borg­ar. Ætla má að þar ger­ist borg­in sek um lög­brot þar sem Aust­ur­völl­ur er ekki skipu­lagt tjaldsvæði. Ekki er aðgang­ur að sal­erni né renn­andi vatni, eins og krafa er gerð um á tjaldsvæðum. Reykja­vík­ur­borg veit­ir engu að síður leyfi fyr­ir tjöld­um og þá ber henni að greiða gistinátta­skatt,“ segir Birgir og bætir við að viðbúið sé að ferðamenn sem greiða fyrir gistingu í Laugardal og heimilislausir Íslendingar muni leita þar skjóls von bráðar og færa sig niður á Austurvöll.

„Það er þó ekki sjálf­gefið að Reykja­vík­ur­borg leyfi þeim að gista, þar sem það eru einkum hæl­is­leit­end­ur sem fá að reisa tjald­búðir á Aust­ur­velli, til þess að hafa góða aðstöðu til að mót­mæla þjón­ust­unni sem þeir fá á Íslandi, þrátt fyr­ir að hún sé sú besta sem býðst í Evr­ópu. Eða að mót­mæla því að ekki fái fleiri hæl­is­leit­end­ur að dvelja hér á landi, þrátt fyr­ir að hlut­falls­lega fái flest­ir hér hæli miðað við önn­ur lönd,“ segir hann.

Þjóðaröryggismál

Birgir vísar í lögreglusamþykkt Reykjavíkur þar sem segir að enginn megi gista í tjöldum á almannafæri í þéttbýli utan sérmerktra svæða.

„Í tjald­búðum hæl­is­leit­enda á Aust­ur­velli er sofið, eldaður mat­ur og stór­ir gashit­ar­ar tendraðir til að halda hita á mann­skapn­um, með til­heyr­andi sprengi- og eld­hættu. Allt er þetta í nokk­urra metra fjar­lægð frá Alþing­is­hús­inu. Tjald­búð í svo mik­illi ná­lægð við þing­hús þjóðar­inn­ar er þjóðarör­ygg­is­mál og á ekki að viðgang­ast.“

Birgir segir að enginn virðist fylgjast með því hvað fer fram í tjaldbúðinni né hvaða búnaði er komið þar fyrir.

„Ég full­yrði að slíkt leyfðist hvergi í svo mik­illi ná­lægð við þjóðþing annarra ríkja,“ segir Birgir og bætir við að það sé skylda þingmanna að standa vörð um minningu Jóns Sigurðssonar og að sama skapi beri að virða helgi Austurvallar.

„Mót­mæl­end­ur á Aust­ur­velli þurfa ekki að reisa tjald­búð eða gistiaðstöðu til að koma mál­efn­um sín­um á fram­færi. Alþingi er friðheil­agt, eng­inn má raska friði þess og frelsi. Öryggi og um­hverfi Alþing­is verður að tryggja. Borg­ar­yf­ir­völd­um væri sæmst að láta af þess­um tjald­búðaskrípaleik og van­v­irðingu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“