fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Rúmur fjórðungur fólks á fertugsaldri átti ekki fyrir jólunum – Aldrei færri hlakkað til jóla

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 6. janúar 2024 13:30

Jólin eru oft kvíðavaldur hjá efnaminni fjölskyldum. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls áttu 14 prósent landsmanna ekki pening fyrir jólunum. Einna helst var það fólk á fertugsaldri sem átti ekki fyrir þeim, 27 prósent. Færri hlökkuðu til jólanna en oft áður.

Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup.

Spurningarnar hafa verið lagðar fyrir svarendur Gallup undanfarin ár. Í fyrra áttu 9 prósent þeirra ekki fyrir jólunum og því hefur hlutfallið hækkað um 5 prósent á einu ári.

Yngra fólk átti síður pening fyrir jólunum en það eldra. 27 prósent fólks á fertugsaldri áttu ekki fyrir þeim og 19 prósent fólks á þrítugsaldri. Aðeins 6 prósent fólks á sjötugsaldri átti ekki fyrir jólunum og hlutfallið var lægst hjá eldri borgurum, 5 prósent.

34 prósent þeirra sem voru með fjölskyldutekjur lægri en 550 þúsund krónur á mánuði áttu ekki fyrir jólunum. Einnig 9 prósent þeirra sem eru með yfir 1,5 milljónir króna.

Fólk sem er aðeins með framhaldsskólapróf átti erfiðast með að á eiga fyrir jólunum, 19 prósent miðað við 7 prósent háskólamenntaðra.

Vinstri græn áttu helst fyrir jólunum

Þegar svörin eru greind út frá stjórnmálaskoðunum kemur í ljós að 40 prósent kjósenda Sósíalistaflokksins áttu ekki pening fyrir jólunum og 32 prósent kjósenda Flokks fólksins. Þetta er langhæsta hlutfallið.

16 prósent kjósenda Viðreisnar átti ekki fyrir jólunum, 14 prósent Framsóknarmanna, 13 prósent Pírata, 9 prósent Sjálfstæðismanna og Samfylkingarfólks, 7 prósent Miðflokksmanna og 6 prósent Vinstri grænna.

Aldrei færri hlakkað til jóla

57 prósent sögðust hlakka til jólanna, samanborið við 62 prósent í fyrra. Þetta er lægsta hlutfall sem Gallup hefur mælt til þessa.

Könnunin var netkönnun gerð 15. desember til 1. janúar. Úrtakið var 1.699 og svarhlutfallið 50,4 prósent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti