fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Svona lokkaði Jeffrey Epstein unglingsstúlkur til sín

Ritstjórn DV
Föstudaginn 5. janúar 2024 13:30

Jeffrey Epstein

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og greint hefur verið frá víða um heim voru skjöl sem varða kynferðisbrot og mansal kaupsýslumannsins Jeffrey Epstein opinberuð í vikunni. Í skjölunum má lesa meðal annars um tengsl Epstein við fjölda heimsfrægra einstaklinga en í öðrum skjölum sem opinberuð voru í gær má einnig lesa hvernig hann lokkaði unglingsstúlkur til sín svo hann gæti brotið á þeim.

Sjá einnig: Epstein-skjölin opinberuð: „Clinton vill þær ungar“

NBC fjallar um það í dag hvernig Epstein bar sig að við að lokka unglingsstúlkur að heimili sínu í Flórída. Stúlkur, sem Epstein tókst að lokka til sín, fengu síðan greiðslur fyrir að sannfæra vinkonur sínar um að koma líka.

Kona sem var á bilinu 16-17 ára þegar hún var lokkuð til Epstein segir að hún hafi verið fengin þangað undir því yfirskini að hún ætti að vinna við nudd en að hún hafi ekki haft neina reynslu af slíku. Hún segist ekki hafa búist við því þegar hún fór til Epstein að förin væri í kynferðislegum tilgangi.

Hún segir að Epstein hafi afklætt hana gegn hennar vilja þegar þau hittust í fyrsta sinn.

Samstarfskona Epstein, Ghislaine Maxwell, var nýlega dæmd í 20 ára fangelsi, árið 2022, en hún sá um að aðstoða Epstein við að lokka stúlkur til hans undir því yfirskini að þær ættu að sjá um nudd eða önnur störf á heimili hans.

Lögreglumaður sem rannsakaði málið ræddi við á fjórða tug kvenna sem fengnar voru til starfa á heimili Epstein en þær voru flestar yngri en 18 ára.

Allar stúlkunnar voru beðnar um að fá vinkonur sínar til að koma líka. Sumar gerðu það en aðrar ekki.

NBC segir að fátt nýtt komi fram í skjölunum sem opinberuð voru í gær og að þar séu aðrir aðilar en Maxwell og Epstein ekki bendlaðir við málið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt