Eftirför vegna ökumanns sem sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu átti sér stað laust fyrir klukkan fimm í morgun, ökutæki sakbornings valt nokkrar veltur eftir að hann ók utan í vegrið, og farþegi í ökutækinu reyndist lítillega slasaður. Skömmu fyrir veltuna mældist hraði 160 km/klst. Ökumaðurinn var handtekinn á vettvangi eftir misheppnaða flóttatilraun og var færður á heilbrigðisstofnun með áverka sem voru ekki lífshættulegir. Málið er til rannsóknar, ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis, en hann neitaði að blása í áfengismæli. Ökumenn sem neita að gefa öndunarsýni sæta almennt lengri sviptingu ökuréttinda en ella.
Kemur þetta fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna dagsins.
Ökumaður í Kópavogi olli lítillegu eignatjóni þegar hann ók á grindverk þar í bæ. Þegar lögregla mætti á vettvang reyndist ökumaður hafa stigið á inngjöfina þegar hann hugðist bremsa, sem olli þessum leiðinlegum afleiðingum. Engin slys urðu á fólki.