fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Á annað hundrað manns voru aflimaðir ofan ökkla á Íslandi á síðasta áratug

Ritstjórn DV
Föstudaginn 5. janúar 2024 11:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýtt tölublað Læknablaðsins var að koma út. Meðal efnis í blaðinu er fræðigrein um rannsókn á aflimunum ofan ökkla, á Íslandi, vegna útæðasjúkdóms og/eða sykursýki á árunum 2010-2019. Í greininni kemur fram að á annað hundrað manns þurftu að gangast undir slíkar aðgerðir hér á landi á þessu tímabili.

Á vefnum Lækning.is kemur fram að útæðasjúkdómur sé æðasjúkdómur í slagæðum útlima og megin stofnæðum til þeirra en þar sé fyrst og fremst átt við æðakölkun. Við æðakölkun þrengjast æðar og þær geta ekki flutt eins mikið magn af blóði og áður.

Rannsóknin var unnin við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri.

Þau sem stóðu fyrir rannsókninni eru Sólrún Dögg Árnadóttir hjúkrunarfræðingur, Guðbjörg Pálsdóttir
hjúkrunarfræðingur, Karl Logason læknir og Ragnheiður Harpa Arnardóttir sjúkraþjálfari.

Í inngangi greinarinnar kemur fram að ekki séu til nýlegar rannsóknir um tíðni aflimana hérlendis. Tilgangur rannsóknarinnar hafi verið  að athuga fjölda og aðdraganda aflimana ofan ökkla á grunni útæðasjúkdóms og/eða sykursýki á Íslandi 2010-2019.

Um aðferðir við rannsóknina segir að hún sé byggð á sjúkraskrárgögnum allra aflimaðra ofan ökkla á Landspítalanum og á Sjúkrahúsinu á Akureyri á því tímabili sem rannsóknin nær til. Útilokaðir frá rannsókninni hafi verið fullorðnir einstaklingar sem voru aflimaðir vegna annars en útæðasjúkdóms og/eða sykursýki og einnig hafi börn verið útilokuð.

Niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að á árunum 2010-2019 hafi alls 167 einstaklingar verið aflimaðir á rannsóknartímanum, þar af 134 á grunni sykursýki og/eða útæðasjúkdóms. Meðalaldur þessara 134 einstaklinga hafi verið 77 ár. Um hafi verið að ræða 93 karlmenn og 41 konu.

Einnig kemur fram að aflimunum vegna sjúkdómanna fjölgaði að meðaltali úr 4,1 á hverja 100.000 íbúa á árunum 2010-2013 í 6,7 á hverja 100.000 íbúa 2016-2019. Algengustu áhættuþættirnir hafi verið háþrýstingur sem átti við hjá 84 prósent þeirra sem gengust undir aflimun og reykingar sem áttu við 69 prósent einstaklinganna. Langvinn tvísýn blóðþurrð hafi í 71 prósent tilfella verið ástæða fyrstu komu  einstaklinganna á sjúkrahús.

Höfundar rannsóknarinnar draga þær ályktanir að lokum að sykursýki og/eða útæðasjúkdómur séu helstu ástæður aflimana neðri útlima ofan ökkla á Íslandi. Aflimunum hafi fjölgað á tímabilinu sem rannsóknin tekur til en tíðnin sé lág í alþjóðlegum samanburði. Í flestum tilfellum séu æðaaðgerðir gerðar áður en til aflimunar kemur. Sykursýki sé undirliggjandi í tæpum helmingi tilfella sem sé svipað eða lægra en í öðrum löndum.

Greinina í heild sinni er hægt að lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað
Fréttir
Í gær

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir