fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

Þorvaldur um skjálftann í gær: „Aðrar gosreinar á svæðinu eru að vakna“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 4. janúar 2024 08:00

Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segist ekki vera sannfærður um það að skjálftahrinan við Trölladyngju í gærmorgun tengist spennulosun við Svartsengi.

Þetta segir Þorvaldur í Morgunblaðinu í dag.

Skjálfti af stærðinni 4,5 mældist nærri Trölladyngju rétt fyrir klukkan ellefu í gærmorgun og skömmu síðar mældist annar skjálfti, 3,9 að stærð, á svæðinu. Stóri skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar en samkvæmt Veðurstofu Íslands voru upptökin á um fimm kílómetra dýpi. Fjöldi eftirskjálfta mældist í kjölfarið.

Þorvaldur segir við Morgunblaðið að skjálftahrinan í gærmorgun sé til marks um það að Reykjanesskaginn sé kominn af stað.

„Skjálftarnir eru að segja okkur að aðrar gosreinar á svæðinu eru að vakna. Að því leytinu til eru þeir að segja okkur það að eldvirknin getur færst til. Ef við fáum eldvirkni á Trölladyngjureininni og síðan yfir í Krýsuvíkurreinina þá getur sú eldvirkni verið mun norðar en hefur verið hingað til,“ segir hann en þá yrði eldvirknisæðin komin talsvert nær höfuðborgarsvæðinu.

Þorvaldur bendir hins vegar á að ekki sé gott að segja til um hvenær það getur orðið. Það gæti hins vegar gerst á þessu ári eða á næstu hundrað árum. Sem fyrr segir segist hann ekki vera sannfærður um að hrinan sé afleiðing landriss við Svartsengi en það geti þó vel verið að hrinan sé hluti af spennulosun á svæðinu.

Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að kominn sé tími á að reisa eldgosavarnir í byggðunum vestast í Hafnarfirði þar sem finna má Vellina og Hvaleyri. Eldsumbrot á svæðinu geti orðið til þess að hraun renni í átt til Hafnarfjarðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“