fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Staðfesta sjö ára dóm yfir barnaníðingnum Brynjari Joensen Creed – Mörg mál í farvatninu

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 31. janúar 2024 17:00

Brynjar er sakaður um að hafa brotið gegn mörgum stúlkum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur hefur staðfest sjö ára fangelsisdóm yfir barnaníðingnum Brynjari Joensen Creed. Hann var sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn ólögráða stúlkubörnum.

Vorið 2022 var Brynjar dæmdur í sex ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness en sá dómur var þyngdur um eitt ár í Landsrétti í marsmánuði í fyrra. Dómur Hæstaréttar féll í dag, 31. janúar.

Brynjar var handtekinn eftir tálbeituaðgerð í nóvember árið 2021 vegna gruns um kynferðisbrot gagnvart tveimur stúlkum. Var lagt hald á síma og tölvur þar sem fannst fjöldi myndskeiða og ljósmynda sem sýndu ungmenni á klámfenginn hátt. Einnig fundust þar samskipti af kynferðislegum toga við stúlkur sem náðu mörg ár aftur í tímann.

Notaði Snapchat

Nýtti Brynjar sér samfélagsmiðilinn Snapschat til að eiga samskipti við stúlkurnar. Í dóminum segir:

„Ákærði gaf brotaþolum kynlífshjálpartæki en það kvaðst hann hafa gert í tengslum við svokallaðan „stigaleik“ þar sem stig voru gefin fyrir kynferðislegar athafnir og voru stigin fleiri eftir því sem hinar kynferðislegu athafnir urðu grófari. Brotaþolar munu þá hafa fengið stig í samræmi við grófleika þeirra mynda sem þær sendu ákærða.“

Hafi hann fengið þrettán ára stúlku til þess að stinga fingur upp í endaþarm sinn og senda myndir af því. Einnig tvær þrettán ára stúlkur til þess að hafa kynmök með gervilim og senda honum myndir. Þá hafi hann fengið fjórtán ára stúlku til þess að fróa sér með kynlífshjálpartæki sem hann gaf henni, taka myndir og senda sér.

Sjá einnig:

Dómur fallinn í máli Brynjars Joensen – Eitt af stærstu kynferðisbrotamálum í sögu Íslands

Dómurinn náði aðeins til hluta þeirra brota sem Brynjar er sakaður um. Alls er Brynjar grunaður um að hafa brotið á á þriðja tug stúlkna undir 15 ára aldri en eins og greint hefur verið frá í fréttum eru þau mál á borði héraðssaksóknara.

Svívirðileg brot en ekki nauðgun

Þó að þyngd fangelsisdómsins væri óröskuð taldi Hæstiréttur ekki rétt að skilgreina glæpi Brynjars sem nauðgun eins og Landsréttur hefði gert. Saksóknari gerði það heldur ekki að neinu aðalatriði í málinu en krafðist þess að dómurinn væri óraskaður.

„Brot hans beindust gegn mikilvægum verndarhagsmunum, ungum stúlkum á viðkvæmu aldurs- og þroskaskeiði. Í samskiptum sínum við stúlkurnar misnotaði hann sér gróflega ungan aldur þeirra og þroskaleysi og skeytti engu um afleiðingar brotanna. Brot hans eru svívirðileg og á hann sér engar málsbætur,“ segir í dóminum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íslendingur fannst látinn á Spáni

Íslendingur fannst látinn á Spáni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum