fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Fréttir

Sigmundur Davíð: „Svo verð ég borinn út“ – Tóku málverkin og húsgögnin

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 31. janúar 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og formaður Miðflokksins, segir farir sínar ekki sléttar eftir að ný skrifstofubygging Alþingis var tekin í notkun.

Sagt var frá málinu í gær og ræddi Morgunblaðið við þingmenn sem voru misánægðir með nýju aðstöðuna. Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, sagðist til dæmis efast um að hann muni nota sína skrifstofuaðstöðu mikið.

„Útsýnið úr minni skrif­stofu er bara hvít­ur vegg­ur, ég gæti eins verið lokaður inni á Litla-Hrauni,“ sagði hann.

Í Morgunblaðinu í dag er rætt við Sigmund Davíð og segir hann að honum lítist afleitlega á þetta – byggingin sé grá og niðurdrepandi.

„Ég sit hér á skrif­stof­unni minni gömlu þar sem hús­gögn­in hafa horfið eitt af öðru sem og ýms­ir aðrir mun­ir. Ég leysti það að hluta með því að sækja gamla sófa­settið henn­ar ömmu og þar sit ég núna. En svo tóku þeir mál­verk­in mín sem mér þótti skrýtið, en það má víst ekki hengja upp mynd­ir í nýja hús­inu. Síðan hvarf eitt og annað og nú síðast skrúfuðu þeir fyr­ir Internetið. Næst verður það vænt­an­lega raf­magn og hiti og svo vatn. Svo verð ég bor­inn út,“ seg­ir Sig­mund­ur við Morgunblaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 dögum

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“