fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fréttir

Harmleikur í Kópavogi – Einn einstaklingur í haldi eftir andlát sex ára barns

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 31. janúar 2024 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregla hefur sent frá sér tilkynningu varðandi andlát sex ára barns í Kópavogi.

Í tilkynningunni kemur fram að tilkynning um málið hafi borist lögreglunni um hálfáttaleytið í morgun:

„Andlát sex ára barns í Kópavogi er til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en tilkynning um málið barst embættinu um hálfáttaleytið í morgun.

Lögreglan hélt þegar á vettvang, en barnið var látið þegar að var komið. Einn einstaklingur er í haldi vegna málsins.

Rannsókn málsins er á frumstigi og ekki verða veittar frekari upplýsingar að svo stöddu.“

DV greindi frá málinu í morgun. Samkvæmt heimildum DV voru sex lögreglubílar á vettvangi, þar af fjórir ómerktir. Svæðið umhverfis húsið var afmarkað með gulum borða í morgun en þau ummerki voru horfin löngu fyrir hádegi. Samkvæmt heimildum DV komu tveir sjúkrabílar á vettvang um áttaleytið í morgun.

Uppfært kl. 15:42:

RÚV greinir frá því að kona sé í haldi lögreglu vegna láts barnsins. Samkvæmt upplýsingum RÚV gengst konan undir geðmat í dag. Barnið var látið er lögregla kom á vettvang.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt