fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Áætlanir stjórnvalda sagðar ekki leysa vanda íþróttastarfs í Grindavík

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 31. janúar 2024 17:17

Arnór Tristan Helgason,spilar með meistaraflokki Grindavíkur í Subway-deildinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Körfuknattleiksdeild Ungmennafélags Grindavíkur (U.M.F.G) hefur sent velferðarnefnd Alþingis umsögn vegna frumvarps um breytingu á lögum vegna sértæks húsnæðisstuðnings vegna náttúruhamfaranna í bænum. Segir í umsögninni að frumvarpið eins og það líti út núna muni ekki gagnast deildinni að neinu ráði og að það stefni í að deildin sem og aðrar deildir innan ungmennafélagsins einfaldlega leggist af vegna fjárskorts.

Umsögnin er birt á heimasíðu Alþingis en þó raunar undir frumvarpi um stuðning við greiðslu launa í Grindavík en umsögnin á bersýnilega við frumvarpið um sértækan hússnæðisstuðning.

Í umsögn körfuknattleiksdeildarinnar kemur fram að frumvarpið taki ekki mið af félögum sem rekin eru með óhagnaðardrifnum sjónarmiðum og megi þar nefna félög sem eru á Almannaheillaskrá Ríkisskattstjóra. Umsögnin komi frá Körfuknattleiksdeild U.M.F.G en eigi þó við um æskulýðsstarf félagsins í heild.

Kostnaður vegna leigu á eignum hafi margfaldast hjá deildinni og hafi hún ekki sömu tækifæri og einstaklingar til að sækja um leigustyrk frá ríkinu. Körfuknattleiksdeildin eigi til að mynda eign sem fjármögnuð hafi verið með lántöku sem ekki sé hægt að frysta líkt og um íbúðalán sé að ræða.

Eins og aðrar körfuknattleiksdeildir félaga sem eiga lið í Subway-deildum karla og kvenna hefur deildin meðal annars þurft að leigja íbúðir fyrir erlenda leikmenn liðsins og sá kostnaður hefur hækkað eftir að ekki var hægt að útvega leikmönnunum húsnæði í Grindavík.

Í umsögninni segir að með yfirstandandi hamförum sé öll íþróttastarfsemi í Grindavíkurbæ í uppnámi. Deildir U.M.F.G lifi á góðvild annarra íþróttafélaga. Allar fjárhagsáætlanir hafi brostið, kostnaður hafi aukist til muna og tekjur hafi dregist saman á sama tíma. Þetta muni hafa í för með sér að deildir innan U.M.F.G muni lognast út af á skömmum tíma.

Er það því ósk körfuknattleiksdeildarinnar að tekið verði tillit til félaga á Almannaheillaskrá Ríkisskattsstjóra við afgreiðslu málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Fluttur á bráðamóttöku eftir líkamsárás

Fluttur á bráðamóttöku eftir líkamsárás
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Ég hélt að ég myndi ekki sjá hann aftur á lífi“

„Ég hélt að ég myndi ekki sjá hann aftur á lífi“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ágreiningur í VG um aðild Íslands að NATO: Svandís vill út en Finnur segir það ekki tímabært

Ágreiningur í VG um aðild Íslands að NATO: Svandís vill út en Finnur segir það ekki tímabært
Fréttir
Í gær

Kona á Vesturlandi óttaðist um líf sitt þegar eiginmaðurinn beindi að henni haglabyssu – „Ég kvaddi börnin mín í huganum“

Kona á Vesturlandi óttaðist um líf sitt þegar eiginmaðurinn beindi að henni haglabyssu – „Ég kvaddi börnin mín í huganum“
Fréttir
Í gær

Pólitískir fangar unnu fyrir IKEA og nú hefur fyrirtækið ákveðið að greiða bætur

Pólitískir fangar unnu fyrir IKEA og nú hefur fyrirtækið ákveðið að greiða bætur
Fréttir
Í gær

Umfangsmikil lögregluaðgerð í Sólheimum – Kona í miklu ójafnvægi með barn og hníf í hendi

Umfangsmikil lögregluaðgerð í Sólheimum – Kona í miklu ójafnvægi með barn og hníf í hendi
Fréttir
Í gær

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Í gær

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum