Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp dóm yfir manni sem ákærður var fyrir að hafa á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð þáverandi konu sinnar með því að hafa, á heimili þeirra í Reykjavík, veist að henni með ofbeldi og slegið hana í höfuðið með barnastól. Skemmst er frá því að segja að maðurinn var sakfelldur.
Í dómnum kemur fram að árásin hafi átt sér stað sumarið 2022. Konan hafi hlotið tveggja sentímetra langan opin skurð á enninu sem sauma hafi þurft saman með þremur sporum.
Maðurinn játaði brot sitt skýlaust og var þar af leiðandi sakfelldur. Hann hafði fram að þessu ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi.
Sú staðreynd átti sinn þátt í maðurinn var dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi en haldi maðurinn skilorð næstu tvö ár fellur refsingin niður