fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Réðist á konuna sína með barnastól

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 30. janúar 2024 18:15

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp dóm yfir manni sem ákærður var fyrir að hafa á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð þáverandi konu sinnar með því að hafa, á heimili þeirra í Reykjavík, veist að henni með ofbeldi og slegið hana í höfuðið með barnastól. Skemmst er frá því að segja að maðurinn var sakfelldur.

Í dómnum kemur fram að árásin hafi átt sér stað sumarið 2022. Konan hafi hlotið tveggja sentímetra langan opin skurð á enninu sem sauma hafi þurft saman með þremur sporum.

Maðurinn játaði brot sitt skýlaust og var þar af leiðandi sakfelldur. Hann hafði fram að þessu ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi.

Sú staðreynd átti sinn þátt í maðurinn var dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi en haldi maðurinn skilorð næstu tvö ár fellur refsingin niður

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrafnhildur dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt

Hrafnhildur dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin