fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Fréttir

Tómas Guðbjartsson kominn í leyfi – Framtíð hans á Landspítalanum sögð vera í skoðun

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 3. janúar 2024 14:09

Tómas Guðbjartsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, er kominn í leyfi frá störfum sínum. RÚV greinir frá þessu og segir að ástæður leyfisins tengist plastbarkamálinu svokallaða. Vísir segir að Tómas hafi sjálfur óskað eftir því að fara í leyfi.

Í frétt RÚV kemur fram að staða Tómasar og framtíð hans innan spítalans sé í skoðun hjá æðstu stjórnendum. Kemur fram að allnokkrir þeirra telji að Tómas þurfi að sæta ábyrgð í plastbarkamálinu og hreinlega hætta störfum. Spítalinn verði að gera málið upp og sú vinna standi yfir.

Fyrsti plastbarkaþeginn var sjúklingur Tómasar og hét Andemariam Beyene. Hann lést árið 2014 eftir að hafa greinst með alvarlegt krabbamein í barka. Hlaut hann læknismeðferð hér á landi og síðar í Svíþjóð þar sem græddur var í hann plastbarki.

Plastbarkinn, hjúpaður stofnfrumum, var græddur í sjúklinga til að koma í veg fyrir að líkaminn hafnaði barkanum. Síðar kom í ljós að þessi vísindi voru byggð á sandi og enginn eðlilegur frumuvefur myndaðist utan um barkana.

Tómas hefur lýst því yfir að læknirinn sem hafði veg og vanda að plastbarkaígræðslunum, Ítalinn Paolo Macchiarini, hafi platað sig í aðdraganda þess að plastbarki var græddur í sjúkling hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Össur segir að Kamala sigri – „Skýrar vísbendingar um að Harris sé á sigurbraut“

Össur segir að Kamala sigri – „Skýrar vísbendingar um að Harris sé á sigurbraut“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Egill neitar að fjalla um bók Björns í Kiljunni – „Það er einkennileg ákvörðun“

Egill neitar að fjalla um bók Björns í Kiljunni – „Það er einkennileg ákvörðun“
Fréttir
Í gær

Minna á hvaða þingmenn vildu ekki rýmka þungunarrofslöggjöf og sjálfsákvörðunarrétt kvenna

Minna á hvaða þingmenn vildu ekki rýmka þungunarrofslöggjöf og sjálfsákvörðunarrétt kvenna
Fréttir
Í gær

Leita að ökumanni sem stakk af eftir árekstur í Kópavogi

Leita að ökumanni sem stakk af eftir árekstur í Kópavogi