fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
Fréttir

Hvetur Ísrael til að gera árás á heimaland sitt

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 3. janúar 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íranskur stjórnarandstæðingur hefur hvatt Ísraela til að vera ekki feimnir við að gera árás á Tehran, höfuðborg Íran, og á aðra staði í landinu.

Maðurinn heitir Vahid Behasti og heimsótti Ísrael til að halda ræðu á fundi sem tveir þingmenn á ísraelska þinginu höfðu boðað til í þinghúsinu. Aðalefni fundarins var ástandið á Gaza svæðinu og hvað eigi að gera við það þegar hernaði Ísraela þar lýkur.

Þetta kemur fram í umfjöllun Jerusalem Post.

Behasti, sem er nú búsettur í London, sagði á fundinum:

„Bráðum verðið þið að takast á við fílinn í herberginu sem er írönsk stjórnvöld. Við ættum ekki að vera hrædd við að gera árásir á íranskar herstöðvar í Íran. Ekki vera hrædd við að ráðast á helstu forystumenn íranskra stjórnvalda í Íran. Það er eina tungumálið sem þeir skilja.“

Behasti segir að Ísrael myndi hljóta stuðning 80 milljóna Írana sem þyrsti í frelsi og lýðræði. Íranir hafi reynt að steypa stjórnvöldum af stóli síðan 2009 en ekki haft erindi sem erfiði vegna grimmilegs ofbeldis stjórnvalda.

Behasti segir að stjórnvöld í heimalandi hans hafi aldrei staðið eins veikt síðan núverandi stjórnarfyrirkomulagi var komið á í byltingunni 1979. Stjórnvöld í Íran hafi vitað það fyrirfram að Hamas myndi gera árás á Ísrael 7. október síðastliðinn og talið fullvíst að algjöru vopnahléi yrði komið á innan tveggja mánaða en það hafi ekki gengið eftir.

Á fundinum kynnti Gila Gamliel, ráðherra leyniþjónustumála í ríkisstjórn Ísraels, áætlun um að alþjóðasamfélagið sameinist um að koma þeim flóttamönnum frá Gaza, sem það vilji, fyrir í nýjum heimkynnum.

Önnur áætlun var kynnt á fundinum sem gengur út á að allir meðlimir Hamas, sem enn lifa, verði reknir frá Gaza, svæðið verði ekki lengur hervætt og að komið verði á varnarsvæði á milli Ísrael og Gaza.

Sumir þingmenn á fundinum kölluðu eftir því að landtökubyggðir Gyðinga á Gaza, sem voru rýmdar 2005, verði endurreistar. Aðrir á fundinum sögðu að betra væri að Ísrael kæmi fyrir herliði á landamærum Gaza og Egyptalands.

Einn þingmaður sagði að eina leiðin til að koma í veg fyrir að árásirnar 7. október endurtækju sig væri að innlima Gaza í Ísrael. Fundarmenn voru almennt sammála um að sigur Ísrael í hernaðinum á Gaza yrði að vera varanlegur en ekki tímabundinn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sálfræðingur varar við hugtakinu kynbundið ofbeldi – „Umræða um karl­kyns þolend­ur og kven­kyns gerend­ur er lít­il“

Sálfræðingur varar við hugtakinu kynbundið ofbeldi – „Umræða um karl­kyns þolend­ur og kven­kyns gerend­ur er lít­il“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meirihlutinn telur fréttaflutning gagnvart Ásthildi Lóu hafa verið ósanngjarnan

Meirihlutinn telur fréttaflutning gagnvart Ásthildi Lóu hafa verið ósanngjarnan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Facebook-síða Egils logar eftir skrif hans um sjálfsafgreiðslukassa

Facebook-síða Egils logar eftir skrif hans um sjálfsafgreiðslukassa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfs­fólki sárnaði um­fjöllunin: „Ekki í höndum heil­brigðis­stofnana að út­vega ein­stak­lingum gistingu“

Starfs­fólki sárnaði um­fjöllunin: „Ekki í höndum heil­brigðis­stofnana að út­vega ein­stak­lingum gistingu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Viðbúnaður í Vesturbæ – Leita að einstaklingi meðfram Ægissíðu

Viðbúnaður í Vesturbæ – Leita að einstaklingi meðfram Ægissíðu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sparnaðarráðum rignir inn til Reykjavíkurborgar – „Mjög illa farið með opinbert fé að hluti þess fari í að greiða fjármagnseigendum arð“

Sparnaðarráðum rignir inn til Reykjavíkurborgar – „Mjög illa farið með opinbert fé að hluti þess fari í að greiða fjármagnseigendum arð“