fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fréttir

Fyrrverandi þingmaður varar við Arnari Þór – „Vinsamlegast ekki kjósa hann“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 3. janúar 2024 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi héraðsdómari, tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að hann ætli að bjóða sig fram til forseta Íslands.

Flestir bjuggust við því að Arnar ætlaði að tilkynna forsetaframboð í gærkvöldi þegar hann boðaði til blaðamannafundar og hafa ýmsir lagt orð í belg varðandi framboð.

Helgi Hrafn Gunnarsson, sem sat á þingi fyrir Pírata frá 2013 til 2016 og 2017 til 2021, gerði væntanlegt framboð Arnars að umtalsefni á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi.

Sjá einnig: Arnar Þór býður sig fram til forseta

„Lítur út fyrir að Arnar Þór Jónsson ætli að bjóða sig fram til forseta. Vinsamlegast ekki kjósa hann. Hann hefur annaðhvort ekki dómgreindina, eða heilindin, sem þarf til að sinna starfinu. Hann dregur ályktanir þvert á borðleggjandi staðreyndir, jafnvel þegar efnið er hans eigin sérfræðiþekking,“ sagði Helgi meðal annars og hélt áfram:

„Það er auðskiljanlegt hvernig óbreyttur borgari, með enga þekkingu á lögfræði eða lagasetningarferlinu, blekkist af þvættingnum í Orkunni okkar, Útvarpi Sögu og Miðflokknum um þriðja orkupakkann. Það er sömuleiðis skiljanlegt að óbreyttur borgari, með enga þekkingu á lögfræði, trúi bullinu í sömu aðilum um að Bókun 35 afhendi löggjafarvald Íslands til Evrópusambandsins.“

Að sama skapi segir Helgi að það sé ekki í lagi að einstaklingur með sérfræðiþekkingu í lögfræði dragi þessar ályktanir.

„Það er eins og læknirinn sem trúir ekki á sýkla. Eins og stjörnufræðingurinn sem heldur að jörðin sé flöt. Það er falleinkunn á annaðhvort dómgreind eða heilindi einstaklingsins. Hann á að vita betur og hann hefur enga afsökun fyrir því að þekkja ekki, eða skilja ekki málið.

Hér er ég sko ekki að tala bara um að vera ósammála kollegum sínum eða að vera með óvenjulega skoðun. Það má, hvort sem er í læknisfræði, stjörnufræði eða lögfræði. En það er samt alveg eðlilegt að gera ráð fyrir algjörri lágmarks þekkingu af hálfu sérfræðinga í þessum greinum. Það er þessi lágmarks, grundvallarþekking sem Arnar Þór hefur annað hvort ekki getuna eða viljann til að beita, í málefnum á borð við Þriðja orkupakkann og Bókun 35.“

Segir Helgi að það skipti engu máli hvort það sé dómgreindin eða heilindin sem skortir.

„Eftir stendur að einhver sem gengur í gegnum háskólanám í lögfræði en getur ekki lesið sér til gagns þessa tveggja setninga málsgrein sem frumvarpið um Bókun 35 er, honum er ekki treystandi fyrir þeirri ábyrgð sem embættið felur í sér.“

Helgi Hrafn er þó ekki eini fyrrverandi þingmaðurinn sem hefur tjáð sig um framboð Arnars Þórs. Frosti Sigurjónsson, sem sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn frá 2013 til 2016, tjáði sig einnig á Facebook en gerði það í ívið styttra máli en Helgi Hrafn. Sagði Frosti einfaldlega: „Góðar fréttir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Áfall fyrir Arsenal
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sparnaðartillögurnar halda áfram að streyma inn – Vilja leggja niður íslenskuna og Seyðisfjörð

Sparnaðartillögurnar halda áfram að streyma inn – Vilja leggja niður íslenskuna og Seyðisfjörð
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Fastur í greipum stanslauss gelts

Fastur í greipum stanslauss gelts
Fréttir
Í gær

Verðlaunateiknari hættir eftir að Washington Post neitaði að birta skopmynd – Sýndi Bezos krjúpa fyrir Trump

Verðlaunateiknari hættir eftir að Washington Post neitaði að birta skopmynd – Sýndi Bezos krjúpa fyrir Trump
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gönguskíðafólk og hundafólk í hár saman – „Gangið bara sporin þá fara frekjurnar annað“

Gönguskíðafólk og hundafólk í hár saman – „Gangið bara sporin þá fara frekjurnar annað“