fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Eistland annað landið í Austur-Evrópu til að leyfa giftingar samkynhneigðra

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 3. janúar 2024 09:36

Smám saman fjölgar þeim löndum þar sem giftingar samkynhneigðra eru leyfilegar. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudag varð Eistland aðeins annað landið í Austur-Evrópu til að heimila giftingar samkynja para. Löggjöfin var samþykkt í sumar á eistneska þinginu með 55 atkvæðum gegn 34.

Þar með er Eistland orðið fyrsta landið af Eystrasaltsríkjunum til að heimila giftingar samkynhneigðra og fyrsta landið í fyrrum Sovétríkjunum.

„Þetta er mikilvæg stund og sýnir að Eistland er hluti af Norður-Evrópu,“ sagði Keio Soomelt, verkefnisstjóri Baltic Pride við breska dagblaðið The Guardian.

Frá árinu 2013 hafa samkynhneigðir geta gengið í staðfesta samvist eins og heimilt er í nokkrum öðrum löndum Austur-Evrópu. Flest lönd Vestur-Evrópu hafa heimilað giftingar samkynhneigðra en í austrinu eru það aðeins Eistland og Slóvenía.

Í mörgum löndum, svo sem Rússlandi, Úkraínu, Póllandi, Ungverjalandi, Búlgaríu og Serbíu er það bundið í stjórnarskrá að hjónaband geti aðeins verið á milli karls og konu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum
Talaði Trump af sér?