Tómas Guðbjartsson, hjartalæknir á Landspítalanum, greindi frá því síðdegis í dag að hann væri með krabbamein. Tómas hefur verið í leyfi undanfarið.
„Eins og kom fram í yfirlýsingu minni á Facebook 8. janúar sl. hef ég undanfarnar vikur verið í veikindaleyfi frá Landspítala,“ segir hann í færslu á Facebook.
„Frá áramótum hef ég jafnframt verið í rannsóknum vegna æxlis í ristli sem við frekari rannsóknir reyndist illkynja,“ segir Tómas. „Því miður tókst ekki að fjarlægja það með minni aðgerð og mun ég því þurfa að gangast undir stærri skurðaðgerð bráðlega. Fyrir vikið verð ég áfram í veikindaleyfi næstu mánuði.“
Að lokum segist hann þakka fyrir veittan stuðning á síðustu vikum.