fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fréttir

Stálu eldsneyti af Olís tuttugu sinnum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 29. janúar 2024 17:00

Olís bensínstöð. Mynd: Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður og kona voru fyrir helgi sakfelld í Héraðsdómi Suðurlands fyrir að hafa, ýmist bæði eða sitt í hvoru lagi, gerst sek um fíkniefnalagabrot, umferðarlagabrot og að hafa stolið eldsneyti á stöðvum Olís í 20 skipti.

Þau voru bæði ákærð fyrir að hafa í vörslu sinni 23 kannabisplöntur og 62,51 gramm af kannabislaufum og að hafa fram að þeim tíma sem lögreglan fann þetta allt ræktað umræddar plöntur.

Konan var ákærð fyrir að hafa í samtals 10 skipti frá maí til september 2021 stolið eldsneyti á stöðvum Olís á Selfossi, í Garðabæ og í Reykjavík. Andvirði þjófnaðanna var á bilinu 4.000 til 6.000 krónur.

Hún var einnig ákærð fyrir að hafa í samtals 8 skipti í október og nóvember 2022 stolið eldsneyti á stöðvum Olís í Reykjavík, Garðabæ og á Selfossi. Andvirði þessara þjófnaða var á bilinu 7.000 til tæplega 21.000 krónur.

Karlmaðurinn var ákærður fyrir að stela eldsneyti í tvö skipti í september og október 2022 á stöðvum Olís á Hellu og í Reykjavík. Stal hann elsneyti fyrir 10.000 krónur í bæði skiptin.

Konan var ákærð fyrir umferðarlagabrot í fjögur skipti frá því í september og fram í nóvember 2022 með því að hafa ekið bifreið án ökuréttinda um bílastæði við stöðvar Olís í Reykjavík og á Selfossi.

Hvorki karlmaðurinn eða konan mættu við þingfestingu málsins og var því málið þegar tekið til dóms. Sannað þótti að þau hefðu gerst sek um alla þá háttsemi sem þau voru ákærð fyrir.

Langur sakaferill

Í dómnum kemur fram að konan hafi sætt refsingu átta sinnum áður þar af fimm sinnum fyrir þjófnað. Í fyrstu fjögur skiptin var hún dæmd í skilorðsbundið fangelsi. Í fimmta skiptið, í september 2022, var hún dæmd í fimm mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Hún hefur einnig áður hlotið dóma fyrir umferðarlagabrot.

Karlmaðurinn á enn lengri sakaferil að baki en hann hafði fram að þessu dómi sætt refsingu í alls 24 skipti á árunum 1990-2023 aðallega fyrir þjófnaði og umferðarlagabrot. Á árunum 2016-2019 var hann dæmdur  fimm sinnum, í samtals 14 mánaða óskilorðsbundið fangelsi, fyrir þjófnaði og í janúar 2023 var hann dæmdur í 12 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað og umferðarlagabrot.

Í þessu máli dæmdi Héraðsdómur Suðurlands bæði konuna og karlmanninn í 60 daga óskilorðsbundið fangelsi. Í ljósi sakaferils þeirra beggja þótti ekki tilefni til að skilorðsbinda refsingarnar.

Samkvæmt ákærunni gerði Olís einkaréttarkröfu vegna hinna tíðu þjófnaða karlsins og konunnar frá fyrirtækinu. Kröfunum var hins vegar vísað frá dómi þar sem sá starfsmaður fyrirtækisins sem ritaði undir þær taldist ekki vera fyrisvarsmaður þess í skilningi laga um meðferð einkamála.

Konan var aftur á móti einnig dæmd til að greiða 800.000 króna sekt í ríkissjóð. Greiði hún ekki sektina innan fjögurra vikna mun hún þurfa að sitja í 36 daga í fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“