fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Skjóða er nytjahæsta kýr landsins – Mjólkaði 40 lítrum á dag

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 26. janúar 2024 14:30

Skjóða er stór gripur og af góðum ættum mjólkurkúa. Mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kýrin Skjóða frá Hnjúki í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu hefur slegið Íslandsmet. Hún er nytjahæsta kýr í sögu landsins.

Bændablaðið greindi fyrst frá.

Á liðnu ári mjólkaði Skjóða samanlagt 14.762 lítrum. Jafndreift yfir allt árið eru það 40,44 lítrar á dag.

„Meðalkýrin hjá okkur er í 7.500 lítrum á mjaltaskeiðinu. Hún er hátt í helmingi meira en það,“ segir Maríanna Gestsdóttir, bóndi á Hnúki, í samtali við DV. Hún er eigandi Skjóðu ásamt Sigurði Rúnari Magnússyni.

Skjóða er borin árið 2018 og því á sjötta ári, stór og mikill gripur af góðum ættum. Hún hefur ekki fengið annað fóður en aðrir gripir á bænum.

Maríanna býst ekki við verri nytjum frá henni á þessu ári þó að óvíst hvort að hún slái annað met. Hún sé nefnilega á leiðinni í geldstöðu núna.

„Við búumst við sömu  nytjum í ár. frestuðum aðeins burðum þannig að hún fer í aðeins lengra mjaltaskeið. Það hittir ekki eins vel á almanaksárið. En hún mun mjólka það sama á mjaltaskeiðinu,“ segir Maríanna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fleiri Loga töskur dúkka upp – „Hvað er í gangi?“

Fleiri Loga töskur dúkka upp – „Hvað er í gangi?“