fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Fréttir

Segir galið að hafa lagt svona mikla áherslu á suðvesturhornið

Ritstjórn DV
Föstudaginn 26. janúar 2024 16:30

Skjáskot af vef Veðurstofu Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, flugmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri flugfélagsins Nice-Air á Akureyri, hefur ritað grein sem birt er á vefmiðlinum Akureyri.net. Í greininni veltir Þorvaldur fyrir sér þeirri miklu áherslu sem hefur verið lögð á að koma öllum helstu stofnunum og mikilvægustu innviðum landsins fyrir á suðvesturhorninu og segir það beinlínis galið, ekki síst í ljósi jarðhræringa undanfarinna missera. Hann leggur því til að skipulag Íslands í heild sinni verði endurskoðað:

„Við núverandi aðstæður er galið að hugsa til þess að helstu innviðir þjóðarinnar, stjórnsýsla, menningarstofnanir, samgöngumannvirki, orkudreifing, ríkisfyrirtæki, og svo framvegis, skuli hafa verið byggðir upp á sömu þúfu, sem síðan hefur leitt til byggðaröskunar og ójafnræðis eftir búsetu.“

Þorvaldur segir að í raun megi furða sig á því hvers vegna engin langtímahugsun hafi verið lögð til grundvallar í þessum efnum út frá öryggisjónarmiðum.

Engar athugasemdir séu gerðar við stórfelldar ríkisframkvæmdir í Reykjavík svo sem uppbyggingu Landspítalans, höfuðstöðva Landsbankans og Húss íslenskra fræða. Slíkar framkvæmdir séu augljóslega mikil innspýting fyrir þennan afmarkaða blett sem suðvesturhornið sé. Þegar opinberar framkvæmdir standi fyrir dyrum utan suðvesturhornsins kveði hins vegar oft við annan tón í umræðunni:

„Sé hins vegar einhver framkvæmd (segjum jarðgöng) á dagskrá utan höfuðborgarsvæðisins er það iðulega tíundað sem byggðapot, sértæk aðgerð eða ölmusu-spandans ríkisins í glórulaus verkefni. Þannig er fréttatilbúningurinn, en enginn deplar auga yfir milljarðatugum og hundruðum af opinberri fjárfestingu á höfuðborgarsvæðinu.“

Þorvaldur segir að umfang opinberra framkvæmda á suðvesturhorninu ýkji byggðaskekkjuna enn frekar og þá helst höfuðborgarsvæðinu í vil þar sem ruslið safnist þá enn frekar upp og íbúar séu í endalausum umferðarhnút.

Hann lýsir eftir langtímastefnu til að snúa þessari miklu áherslu á suðvesturhornið við en leggur til að byrjað verði á því að flytja ríkisstofnanir og sameiginlega þjónustu sem sé ekki háð staðsetningu. Þorvaldur leggur einnig til að lokum að stór millilandaflugvöllur verði byggður upp á norð-austurhorni og staðsetning hans verði valin á grundvelli mats sérfræðinga en ekki út frá pólitík.

Grein Þorvaldar í heild sinni er hægt að lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“
Fréttir
Í gær

Myndband frá bílbruna í Strýtuseli

Myndband frá bílbruna í Strýtuseli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ingibjörg sýnir hvernig sagan er að endurtaka sig og hvað getur „leitt okkur út úr þessum ógöngum“

Ingibjörg sýnir hvernig sagan er að endurtaka sig og hvað getur „leitt okkur út úr þessum ógöngum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hryllingur á Vesturlandsvegi eftir að veðrið versnaði skyndilega

Hryllingur á Vesturlandsvegi eftir að veðrið versnaði skyndilega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Höfundur ísraelska lagsins sem sakar VÆB um lagastuld hefur sett málið í hendur lögmanna sinna – „Hreinn og beinn stuldur á minni vinnu“

Höfundur ísraelska lagsins sem sakar VÆB um lagastuld hefur sett málið í hendur lögmanna sinna – „Hreinn og beinn stuldur á minni vinnu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fékk lán í rekstrarerfiðleikum og afsalaði fasteign til eiginkonunnar – Sýknuð af kröfu um tæpar 14 milljónir vegna gjafagjörnings

Fékk lán í rekstrarerfiðleikum og afsalaði fasteign til eiginkonunnar – Sýknuð af kröfu um tæpar 14 milljónir vegna gjafagjörnings
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir lét umskera lim sonar síns í heimahúsi – Endaði í lífshættulegri aðgerð á Sjúkrahúsi Akureyrar

Móðir lét umskera lim sonar síns í heimahúsi – Endaði í lífshættulegri aðgerð á Sjúkrahúsi Akureyrar