fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Mátti ekki flytja inn egg frá Noregi og koma upp nýjum hænsnastofnum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 25. janúar 2024 15:30

Myndin er samsett. Myndir: DV/Hanna. Wikimedia/Ravi Dwivedi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í dag var birtur úrskurður matvælaráðuneytisins vegna stjórnsýslukæru einstaklings sem synjað hafði verið um leyfi Matvælastofnunar til að flytja inn frjó hænsnaegg frá Noregi til að koma upp tveimur hænsnastofnum til að selja hér á landi. Staðfesti ráðuneytið úrskurðinn.

Kæran var lögð fram í mars 2023 en í úrskurðinum kemur fram að kærandinn hafi í apríl 2022 sótt um innflutningsleyfi hjá Matvælastofnun til þess að flytja inn 60 frjó hænsnaegg frá norska genabankanum, í þeim tilgangi að koma á fót litlu ræktunarbúi og selja hænur af þeim hænsnastofnum til þeirra sem hafa áhuga á að stunda smábúskap og halda bakgarðshænur sem gæludýr og til eigin eggja- og kjötframleiðslu.

Matvælastofnun óskaði eftir umsögn erfðanefndar landbúnaðarins. Nefndin fjallaði um umsóknina en komst ekki að sameiginlegri niðurstöðu og veitti tvær umsagnir. Niðurstaða minnihluta nefndarinnar er sú að ólíklegt sé að íslenskum erfðaauðlindum í landbúnaði stafi ógn af þessum hænsnastofnum. Niðurstaða meirihlutans var hins vegar sú að með innflutningi stofnanna myndu aukast líkur á erfðablöndun við íslenska hænsnastofninn og þar með útþynningu hans. Einnig sagði meirihlutinn að auk þess geti innflutningur á stofnum sem eru samnytja skapað aukna samkeppni við íslensku landnámshænuna sem geti leitt til fækkunar stofnsins. Landnámshænan sé viðkvæmur stofn sem beri að vernda eftir fremsta megni.

Meirihlutinn skilaði viðbótar umsögn að ósk Matvælastofnunar til að skýra nánar af hverju innflutningur þessara tilteknu stofna væri meiri ógn við landnámshænuna en aðrir stofnar sem hefðu áður verið fluttir til landsins. Í þeirri umsögn kom fram að hænsnastofnanir sem kærandinn vildi flytja inn séu í beinni samkeppni við landnámshænuna hvað varðar nytjar og hlutverk. Íslenski hænsnastofninn sé í viðkvæmri stöðu og að innflutningur á samnytja stofnum gæti leitt til fækkunar í stofninum og erfðablöndunar.

Í kjölfarið synjaði Matvælastofnun kærandanum um leyfi til að flytja frjóu eggin til landsins.

Segir um mismunun að ræða

Kærandinn kærði þessa synjun til matvælaráðuneytisins og hélt uppi meðal annars þeim sjónarmiðum að Matvælastofnun hafi brotið gegn stjórnsýslulögum við afgreiðslu málsins og ekki virt grundvallar og stjórnarskrárbundin réttindi kærandans til atvinnu.

Kærandinn gerði athugasemd við að Matvælastofnun hefði ekki upplýst þegar í upphafi að leitað yrði umsagnar hjá erfðanefnd landbúnaðarins. Stofnunin hefði átt að horfa til meðalhófsreglu í ljósi þess að ekki hafi verið einhugur í nefndinni. Hann benti einnig á umsögn meirihluta nefndarinnar sé til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu.

Hann vildi einnig meina að sér hefði verið mismunað við afgreiðslu málsins. Atvinnubændur í alifuglarækt flytji inn frjóegg mörgum sinnum á ári án þess að Matvælastofnun leiti eftir áliti erfðanefndar landbúnaðarins. Slíkt taldi kærandinn fela í sér grófa mismunun.

Matvælastofnun lagði í umsögn sinni áherslu á að innflutningur dýra og erfðaefnis þeirra sé bannaður þótt hægt sé að leyfa slíkt undir ströngum skilyrðum. Henni hafi verið skylt að leita álits erfðanefndar landbúnaðarins. Það sé óumdeilt að íslenska landnámshænan sé í viðkvæmri stöðu og Matvælastofnun eigi að horfa til dýraheilbrigðis en ekki samkeppnisjónarmiða. Innflutningur á frjóeggjum í alifuglarækt hafi verið stundaður áratugum saman og snúi að stofnum sem séu þegar til staðar hér landi og því sé ekki hægt að bera það saman við hæsnastofnana sem kærandinn vildi koma upp.

Skipti ekki máli þótt nefndin hafi ekki verið sammála

Í niðurstöðu matvælaráðuneytisins í málinu segir að samkvæmt lögum hafi Matvælastofnun verið skylt að leita eftir umsögn erfðanefndar landbúnaðarins. Þess vegna sé ekki hægt að taka undir með kærandanum að Matvælastofnun hafi brotið stjórnsýslulög með því að horfa til álits erfðanefndar landbúnaðarins. Segir ráðuneytið að þótt álit nefndarinnar sé ekki bindandi fyrir Matvælastofnun þurfi að liggja fyrir að álitið sé ólöglegt eða beinlínis rangt svo að stofnunin geti horft framhjá því. Ekkert hafi komið fram um að sú sé raunin í þessu máli. Það komi heldur ekki fram í lögum að nefndin verði að skila einróma áliti og því sé ekkert sem mæli á móti því að nenfdin hafi skilað tvískiptu áliti í umræddu máli.

Ráðuneytið telur því að Matvælastofnun hafi verið heimilt að byggja úrskurð sinn á áliti erfðanefndarinnar. Staðfestir ráðuneytið því ákvörðun stofnunarinnar og segir ekki þörf á að ráða úr öðrum málsástæðum þar sem þær hafi ekki áhrif á niðurstöðu málsins.

Úrskurðinn í heild sinni er hægt að lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka
Fréttir
Í gær

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“