fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fréttir

Morðið í Bátavogi: Er Dagbjört sakhæf? – Nýjar upplýsingar um dánarorsök mannsins

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 24. janúar 2024 10:15

Frá þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjar upplýsingar hafa komið fram í tengslum við krufningu á líki manns sem lést eftir hrikalegar og langvarandi misþyrmingar í íbúð í Bátavogi laugardagskvöldið 23. september árið 2023.

Dagbjört Rúnarsdóttir, sem situr í gæsluvarðhaldi í Fangelsinu Hólmsheiði, hefur verið ákærð fyrir morðið. Ákæru hefur nú verið breytt vegna nýrra upplýsinga um dánarorsök mannsins. Í fyrri útgáfu ákærunnar var sagt að maðurinn hefði látist vegna samþættra afleiðinga áverkanna sem Dagbjört veitti honum í heilan sólarhring.

Sjá einnig: Héraðssaksóknari lýsir misþyrmingum Dagbjartar

Núna liggur fyrir að maðurinn lést vegna köfnunar. Orðrétt segir um þetta í framhaldsákæru málsins:

„…lést af völdum köfnunar vegna ytri kraftverkunar á hálsinn og efri öndunarveginn en blæðing innvortis og beinmergjarblóðrek vegna beináverka, átti sinn skerf í spillandi áhrifum á súrefnisnæringu til heilans og var þannig til þess fallið að stuðla enn frekar að framvindu köfnunarferlisins.“

Dagbjört vill ekki fara í annað geðmat

Héraðssaksóknari hefur farið fram á að nýtt geðmat, yfirmat, verði gert á Dagbjörtu til að frá frekar úr því skorið hvort hún sé í rauninni sakhæf. Við þingestingu málsins sagði Kolbrún Benediktsdóttir aðstoðarhéraðssaksóknari, að gögn úr farsíma Dagbjartar gæfu tilefni til frekari skoðunar á andlegu ástandi hennar. Í einni upptökunni heyrist hún halda því fram að hinn látni hafi haft undir höndum skotvopnið sem banaði Olof Palme, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, árið 1986.

Einnig vísaði Kolbrún til framburðar samfanga Dagbjartar á Hólmsheiði, þ.e. lýsingar á framkomu og atferli Dagbjartar þar. Samkvæmt öðrum heimildum DV ríkir mikill ótti á meðal samfanga Dagbjartar við hana.

Sjá einnig: Dagbjört neitar sök – „Ég bara hafna þessu“

Dagbjört hefur hafnað nýju geðmati. Samkvæmt upplýsingum frá Arnþrúði Þórarinsdóttur, saksóknara hjá embætti Héraðssaksíknara, er nú beðið úrskurðar um hvort fallist verði á að yfirmat verði gert. Úrskurður um þetta verður kveðinn upp á mánudaginn. Ekki er komin tímasetning á aðalmeðferð í málinu enda liggur ekki fyrir hvort Dagbjört verðuð úrskurðuð sakhæf eða ekki. Málið skýrist að einhverju leyti á mánudag en þá kemur í ljós hvort yfirmat vegna geðrannsóknar verður framkvæmt eða ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Foreldrar á landsbyggðinni töpuðu á sumarfríinu

Foreldrar á landsbyggðinni töpuðu á sumarfríinu
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Ekkert lát á verðhækkunum á kakói, kaffi, gulli og nautakjöti

Ekkert lát á verðhækkunum á kakói, kaffi, gulli og nautakjöti
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Svona verður veðrið í dag: „Líklega versta veður ársins“

Svona verður veðrið í dag: „Líklega versta veður ársins“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Svanfríður var á vettvangi hryllingsins í Svíþjóð: „Ofboðslega blóðugur manneskjur, mikil öskur, angist og skothríðin svakaleg“

Svanfríður var á vettvangi hryllingsins í Svíþjóð: „Ofboðslega blóðugur manneskjur, mikil öskur, angist og skothríðin svakaleg“
Fréttir
Í gær

Framhaldsskólakennari varar Church Bros við fordómafullum biblíutextum – „Tvíeggja sverð“

Framhaldsskólakennari varar Church Bros við fordómafullum biblíutextum – „Tvíeggja sverð“
Fréttir
Í gær

Oddvitar skora á Guðrúnu að bjóða sig fram

Oddvitar skora á Guðrúnu að bjóða sig fram
Fréttir
Í gær

Teymi sérfræðinga segir að hryllilegt réttarmorð hafi verið framið á Lucy Letby – Sögð saklaus af því að hafa myrt sjö ungabörn

Teymi sérfræðinga segir að hryllilegt réttarmorð hafi verið framið á Lucy Letby – Sögð saklaus af því að hafa myrt sjö ungabörn
Fréttir
Í gær

Svona margir stela í sjálfsafgreiðslukössum – „Búa til tækifæri fyrir fólk sem myndi annars ekki hugsa um að stela“

Svona margir stela í sjálfsafgreiðslukössum – „Búa til tækifæri fyrir fólk sem myndi annars ekki hugsa um að stela“