fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Fréttir

Fyrrum útvarpsstjóri skýtur á eftirmann sinn: „Mér finnst það nú ekki stórmannlegt“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 24. janúar 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, er ekki hrifinn af þeirri ákvörðun Ríkisútvarpsins að ætla að bíða með að taka ákvörðun um þátttöku Íslands í Eurovision þar til eftir Söngvakeppnina.

Greint var frá því í gær að RÚV hefði ákveðið að rjúfa tengsl á milli Söngvakeppninnar og þátttöku Íslands í keppninni í vor. Þetta þýðir að undankeppnin, það er sjálf Söngvakeppnin, verður haldin en ákvörðun verði tekin síðar um það hvort Ísland taki þátt í Eurovision eða ekki. Það verði meðal annars gert í samráði við sigurvegara keppninnar.

Páll Magnússon, sem var útvarpsstjóri á árunum 2005 til 2013, gerir athugasemd við þetta í umræðum undir Facebook-færslu fjölmiðlamannsins Jakobs Bjarnars Grétarssonar.

„Mér finnst það nú ekki stórmannlegt hjá RÚV að setja listafólkið í skotlínuna til að koma sjálfu sér í skjól,“ segir Páll í athugasemd við færslu Jakobs.

Í Facebook-færslu sinni sagði Jakob:

„Ef ég væri skeptískur, sem ég er auðvitað ekki, teldi èg að verið sé að fífla mannskapinn og það heldur billega. Fyrst þarf að fara óáreittur um auglýsingamarkaðinn, viðburðahaldið og símakosninguna áður en gefið er grænt ljós á þátttöku.“

Fleiri hafa tjáð sig um þessa ákvörðun RÚV og er Björgvin Halldórsson, sem keppti fyrir Íslands hönd í Eurovion árið 1995. „Mikið er lagt á sigurvegarann,“ sagði Björgvin við færsluna.

Sveinn Waage, markaðsstjóri og fyrirlesari, leggur einnig orð í belg við færsluna og segir:

„Það er óhjákvæmilegt að keppnin sjálf og atkvæði litist sterklega af þessari ákvörðun. Ætlar þú að kjósa þann sem vill deila sviði með Ísrael eða ekki fara út? Andvana fætt klúður.“

DV greindi í morgun frá Facebook-færslu Marðar Áslaugarsonar, fulltrúa Pírata í stjórn RÚV, sem sagði einmitt að stjórnendur stofnunarinnar væru með þessu að varpa allri ábyrgðinni á þátttöku RÚV í Eurovision á listafólkið sem tekur þátt í Söngvakeppninni.

Sjá einnig: Stjórnarmaður RÚV allt annað en sáttur við ákvörðunina í gær

„Þetta er auðvitað win win fyrir stjórnina og stjórnendur. Þetta stórkostlega trix firrir okkur algerlega allri ábyrgð á þessa gríðarlega mikilvægu ákvörðun og þeir sem verða brjálaðir út af niðurstöðunni, hver sem hún verður, munu beina bræði sinni að þessu listafólki en ekki að okkur,“ sagði Mörður í færslu sinni og bætti við:

„Þetta held ég að sé alveg meiriháttar. Ég held að einkunnarorð RÚV ættu að vera þessi: Hugrekki, heilindi, ábyrgð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Puttabraut mann og reyndi að flýja – „Ég er ekkert að fara að tala við ykkur, talið við lögfræðinginn“

Puttabraut mann og reyndi að flýja – „Ég er ekkert að fara að tala við ykkur, talið við lögfræðinginn“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kviknaði í Mercedes-Benz jeppa fyrir utan Fjörð

Kviknaði í Mercedes-Benz jeppa fyrir utan Fjörð
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Faðir Áslaugar var einn fremsti trommari landsins – Dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir hrottaleg brot sín gegn henni

Faðir Áslaugar var einn fremsti trommari landsins – Dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir hrottaleg brot sín gegn henni
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Eddu Falak stefnt fyrir dóm

Eddu Falak stefnt fyrir dóm
Fréttir
Í gær

Zelenskyy segir að mikill fjöldi rússneskra og norðurkóreskra hermanna hafi fallið síðustu daga

Zelenskyy segir að mikill fjöldi rússneskra og norðurkóreskra hermanna hafi fallið síðustu daga
Fréttir
Í gær

Ótrúlegar myndir – Skarfur sporðrenndi stærðarinnar gullfiski í tjörn við Norðlingabraut

Ótrúlegar myndir – Skarfur sporðrenndi stærðarinnar gullfiski í tjörn við Norðlingabraut