fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fréttir

Anna vill koma eigum Guðna Más heitins heim

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 24. janúar 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Kristjánsdóttir býr á Tenerife og unir hag sínum vel þar, en Anna flutti til eyjunnar um leið og hún komst á eftirlaun. Anna skrifar daglega pistil á Facebook-síðu sína þar sem hún segir frá daglegu lífi sínu á paradísareyjunni og fleira. 

Í pistli dagsins fjallar Anna um að hún hafi tekið að sér að koma eigum vinar síns, Guðna Más Henningssonar, fyrrum útvarpsmanns, fyrir, en hún vilji gera allt sem í sínu valdi stendur til að koma eigum Guðna Más heim til Íslands.

Guðni Már lést á heimili sínu á Tenerife 4. október 2021, 69 ára að aldri.

Sjá einnig: Guðni Már Henningsson fallinn frá

„Þegar Guðni Már Henningsson vinur minn lést fyrir næstum tveimur og hálfu ári síðan, tók Kalli vinur okkar að sér að gæta ýmissa verðmæta sem voru í eigu Guðna heitins og þurftu að komast til Íslands til erfingja hans. Mikið safn hljómplatna og geisladiska auk rándýrra hljómtækja. Mér skildist að þetta væri allt í þrettán ferðatöskum,“ segir Anna.

„Þetta gleymdist allt heima hjá Kalla. Nú er Kalli farinn til Íslands vegna veikinda og það þurfti að tæma íbúðina hans í Los Abrigos og þarna voru allar ferðatöskurnar samankomnar, en að auki níu kassar fullir af einhverjum hljómtækjum og tilheyrandi, eitthvað sem ég átti alls ekki von á. Hann Guðni Már vinur minn var sko ekkert hættur að hlusta á tónlist þótt hann væri fluttur til Tenerife.“

Kemur eigum Guðna Más í geymslu

Segir Anna að í dag bíði hennar það verkefni að koma eigum Guðna Más fyrir í örlítilli geymslu á bak við bíllinn hennar Önnu, sem hún kallar ávallt Mjallhvíti. 

„Og þar með verður geymslan troðfull af ferðatöskum og pappakössum. Þó að Guðni Már hafi verið góður vinur minn, dettur mér ekki til hugar að ganga freklega á svæði annarra, það er yfirráðakonu geymslunnar og því þarf ég aðstoð ykkar, hvernig kem ég fjórtán ferðatöskum og níu pappakössum sem fyrst í flutning til Íslands. 

Að sjálfsögðu mun Katrín Ísafold, dóttir Guðna Más greiða fyrir flutninginn að lokum, en hafa ber í huga að hún á ekki mikið á milli handanna og þarf svo sannarlega fjárhagslegan stuðning við að koma eignum Guðna Más heim,“ segir Anna.

„Þetta breytir ekki því að minning Guðna Más verður mér ávallt ofarlega í huga og ég vil gera allt sem í mínu valdi stendur til að koma verðmætum hans hratt og örugglega til Íslands.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Baldri tókst að skjóta föður sínum ref fyrir rass og kom sér rækilega á kortið

Baldri tókst að skjóta föður sínum ref fyrir rass og kom sér rækilega á kortið
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmenn gagnrýna að „fyrirtæki úti í bæ“ rannsaki umferðarslys

Lögmenn gagnrýna að „fyrirtæki úti í bæ“ rannsaki umferðarslys
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“