Dagur var kvaddur með virktum og voru kaffisamsæti og veisla haldin honum til heiðurs. Morgunblaðið varpar í dag ljósi á kostnað borgarinnar vegna þessa.
Samanlagður kostnaður vegna kaffisamsætis fyrir starfsmenn borgarinnar sem haldin voru á Höfðatorgi og í Ráðhúsinu nam tæpum 1,3 milljónum króna.
Á Höfðatorgi var slegið upp kaffisamsæti fyrir 200 til 300 starfsmenn og kostaði boðið 868 þúsund krónur. Í Ráðhúsinu var heildarkostnaðurinn 420 þúsund krónur en gert var ráð fyrir 80 gestum.
Þá var haldin veisla í Höfða þar sem 94 einstaklingum var boðið og var kostnaður við hana 927 þúsund krónur. Var samanlagður kostnaður við fyrrgreind veisluhöld því rúmar 2,2 milljónir króna.