fbpx
Mánudagur 17.mars 2025
Fréttir

Gunnar Smári sár: Enginn vill segja frá nýju sjónvarpsstöðinni – „Þú veist á hvaða landi þú býrð, er það ekki?“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 23. janúar 2024 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og ritstjóri Samstöðvarinnar, er hissa á viðbrögðum annarra fjölmiðla við stofnun sjónvarpsstöðvar Samstöðvarinnar fyrir skemmstu.

„Mér finnst enn skrítið, verð hissari og hissari, yfir að enginn fjölmiðill hefur séð ástæðu til að segja frá að Samstöðin er ný sjónvarpsstöð. Skrítið að alla daga gerist eitthvað sem er merkilegra en að ný sjónvarpsstöð hafi verið stofnuð sem sendir út samfélagsumræðu 24 tíma á sólarhring alla daga vikunnar,“ sagði Gunnar Smári á Facebook-síðu sinni.

Sjónvarpsstöð Samstöðvarinnar hóf útsendingar fyrir skemmstu og er til dæmis hægt að nálgast útsendingarnar á stöð 5 hjá Sjónvarpi Símans. Þá eru þættir stöðvarinnar aðgengilegir á YouTube og vitanlega á heimasíðu miðilsins.

„Þetta er meiri samfélagsumræða en nokkur sjónvarpsstöð á Íslandi sendir frá sér, margfalt meiri,“ sagði Gunnar Smári á vef Samstöðvarinnar í desembermánuði. „Og okkur er sagt að hún sé líka betri, alla vega dýpri,“ bætti hann við.

Fjörugar umræður hafa farið fram við færslu Gunnars Smára og taka ýmsir undir með honum að þetta sé undarlegt, að fjölmiðlar vilji almennt síður fjalla um það sem telst til jákvæðra tíðinda fyrir aðra fjölmiðla en þeirra eigin.

„Er Samstöðin ekki bara ógn við tilvist einhverra. Það hefur snúist uppá guttanefin af minna tilefni,“ sagði tónlistarmaðurinn góðkunni Pálmi Gunnarsson meðal annars. „Sammála,“ sagði fjölmiðlakonan Sirrý Arnardóttir við færslu Smára. „Þetta heitir þöggun og er skammarlegt,“ sagði Þór Saari, fyrrverandi þingmaður.

Varaborgarfulltrúinn og Píratinn fyrrverandi Rannveig Tenchi tók einnig undir og sagði:

„Já það er alveg spes, af því að nú er ekki eins og að þið séuð bara að einskorða ykkur við málaskrá og baráttumál Sósíalista, þið eruð með alls konar áhugaverða þætti um ýmis konar samfélagsmál – finnst það alveg spes að sýna því ekki athygli.“

Óðinn Jónsson, fyrrverandi fréttastjóri RÚV, kom með athyglisverðan punkt í umræðuna og gagnrýndi meðal annars sinn gamla vinnustað.

„Það er vaxandi ólundarbragur í íslenskri fjölmiðlun. Miklu sjaldnar en áður rausnast einn fjölmiðill til að vitna í annan sem hefur lagt vinnu í að búa til frétt eða umfjöllun. Frekar er málið sett í súrtunnu og veitt upp að hæfilegum tíma liðnum án tilvitnunar. Þetta er ekki stórmannlegt. Ríkisútvarpið þarf að gera betur, vera öðrum betri fyrirmynd í víðsýni og rausnarskap. Svo er stofnuð sjónvarpsstöð og það er bara þagað yfir því.“

Ekki voru þó allir sem tóku undir með ritstjóranum og sagði Jón Viðar Jónsson til dæmis:

„Ef þú heldur að stöð þessi fái ókeypis auglýsingu í fréttaformi hjá öðrum fjölmiðlum, þá ertu grænni en ég hefði haldið. Þú veist á hvaða landi þú býrð, er það ekki?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óhugnaður í friðsælu hverfi: Móðir og sonur numin á brott á Gran Canaria í tengslum við þjófnað á 600 kg af kókaíni

Óhugnaður í friðsælu hverfi: Móðir og sonur numin á brott á Gran Canaria í tengslum við þjófnað á 600 kg af kókaíni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur staðfestir fangelsisdóm yfir Gabríel Aron fyrir hryllingsárásina í Hafnarfirði

Landsréttur staðfestir fangelsisdóm yfir Gabríel Aron fyrir hryllingsárásina í Hafnarfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áhrifavaldi sparkað úr landi eftir þetta uppátæki sitt

Áhrifavaldi sparkað úr landi eftir þetta uppátæki sitt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið: Ekkert heyrst um að hinn látni hafi sóst eftir kynnum við börn – Glímdi við erfið veikindi

Manndrápsmálið: Ekkert heyrst um að hinn látni hafi sóst eftir kynnum við börn – Glímdi við erfið veikindi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fast sótt að Ásthildi Lóu: „Steininn tekur úr þegar hún lætur svona ummæli falla“

Fast sótt að Ásthildi Lóu: „Steininn tekur úr þegar hún lætur svona ummæli falla“