fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Ríkisstjórnin heitir að taka óvissuna í fangið – Grindvíkingar geti keypt hús á nýjum stað

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 22. janúar 2024 13:43

Sigurður Ingi Jóhannsson, Katrín Jakobsdóttir og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir kynntu aðgerðir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði að ekki væri hægt að tryggja að Grindvíkingar gætu snúið alfarið aftur heim. Uppkaup á íbúðum væri ein leiðin sem verið væri að skoða. Ríkið ætlaði að taka óvissuna og ábyrgðina yfir til sín.

Fyrst og fremst væri verið að skoða leiðir til að leysa Grindvíkinga undan sínum veðskuldbindingum gagnvart sínum lántakendum, fái sitt eigið fé og geti þar með komið sér fyrir í nýju húsnæði utan Grindavíkur.

„Þetta er stór ákvörðun. Hún varðar bæði Grindvíkinga og framtíð þessa byggðalags,“ sagði Katrín. Þessi ákvörðun væri hins vegar geymd að svo stöddu, í samráði við bæjarstjórn Grindavíkur.

Ríkisstjórnin kynnti aðgerðir fyrir Grindvíkinga á blaðamannafundi klukkan 13:30 í dag. Samráð var haft við stjórnarandstöðuflokkana. Bæði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, hjá Viðreisn, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hjá Miðflokknum, sögðust hafa viljað sjá meiri aðgerðir. Í heildina er þó breiður pólitískur stuðningur á bak við þessar aðgerðir sem eru boðaðar.

Settur verður á fót samráðsvettvangur á Alþingi, undir forystu fjármálaráðherra, um hvernig framtíðin verður. Finna þurfi leiðir til að milda höggið á ríkissjóð í ljósi mikillar verðbólgu. Frumvarð verður lagt fram í febrúar með leiðum til að leysa Grindvíkinga undan sínum skuldbindingum.

Skammtímaðgerðir sem ráðist verður í eru meðal annars framlenging launastyrks og húsnæðisstyrks. Þá verður sérstaklega hugsað til barnmeiri fjölskyldna í því samhengi.

Þá verða fleiri íbúðir keyptar í gegnum Bríet leigufélag til að mæta húsnæðisþörfinni.

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, nefndi að verið væri að skoða leiðir til meðallangs tíma. Svo sem að koma upp bráðabirgðahúsnæði fyrir einstaklinga. Einnig sé til skoðunar að flytja inn húseiningar til að auka framboð á markaði.

Þá er verið að hefja samtal við atvinnulífið. Það er hvort og hvaða starfsemi er hægt að halda úti í bænum. Einnig er verið að huga að verðmætabjörgun, það er að fólk geti komið búslóðum sínum í skjól sem og fyrirtækin eignum sínum.

Fréttin verður uppfærð

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“