fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Tíu vinsælustu bílarnir á Íslandi – Einokun Toyota í hættu

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 20. janúar 2024 19:00

Litlu munaði að Tesla tækist að toppa Toyota í fyrra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tesla komst mjög nálægt því að brjóta einokun Toyota í fjölda nýskráninga bíla á Íslandi á síðasta ári. 3608 Toyota bílar voru nýskráðir en 3575 Tesla bílar. Aðeins munaði því 33 bílum.

Japanski risinn Toyota hefur haft algera yfirburðastöðu á íslenskum bílamarkaði um langt skeið. Á vef Samgönustofu sést að tæplega 52 þúsund Toyota bílar eru skráðir í landinu. Í öðru sæti er Volkswagen með rúmlega 20 þúsund.

Eftir rafbílavæðinguna hefur Tesla sótt mjög á en á enn þá langt í land með að ná heildarfjölda Toyota bíla í landinu. Er framleiðandinn aðeins í sextánda sæti að svo stöddu með 6.783 skráða bíla.

 

Tíu mest skráðu bílarnir 2023

Toyota – 3.608

Tesla – 3.575

Kia – 2.041

Volkswagen – 1.366

Dacia – 1.307

Renault – 1.099

Mercedes-Benz – 1.005

Hyundai – 980

Ford – 797

Volvo – 765

 

Tíu algengustu bílategundirnar

Toyota – 51.960

Volkswagen – 20.530

Ford – 16.787

Kia – 18.634

Hyundai – 16.040

Nissan – 14.132

Mercedes-Benz – 11.804

Suzuki – 11.741

Mitsubishi – 9.455

Skoda – 11.220

 

Langflestir nýskráðir bílar á Íslandi eru rafmagnsbílar, tæplega 11 þúsund á meðan díselbílar eru vel innan við 6 þúsund og bensínbílar rúmlega 4 þúsund. Blandaðir bílar, með rafmagni og annað hvort dísel eða bensín eru um 5 þúsund.

Bílaeign á niðurleið

Bílaeign á Íslandi fer minnkandi með tilliti til fjölda íbúa. Þetta kemur fram í tölum tölfræðistofnunar Evrópusambandsins, Eurostat.

Nýjustu tölurnar eru frá árinu 2022. Þá voru til 749 bílar í landinu á hverja 1000 íbúa. Árið áður var fjöldinn 768.

Engu að síður er þetta langhæsta hlutfalli í Evrópu. Í öðru sæti er Ítalía með 684 bíla á hverja 1000 íbúa.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi