fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fréttir

Síðasti McDonalds borgarinn lítur vel út eftir fimmtán ár – „Hann hefur ekkert breyst“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 20. janúar 2024 16:45

Rotvarnarefnin hjá McDonalds virka vel. Mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðasti McDonalds hamborgarinn sem seldur var á Íslandi er enn þá í góðu ásigkomulagi. Eða allavega lítur hann furðu vel út miðað við fimmtán ára aldur. Franskarnar líka.

„Hann er vel frískur,“ segir Hulda Ruth Ársælsdóttir hjá hótelinu Snotra House í Þykkvabæ í Rangárþingi ytra. En þar er borgarinn geymdur og hafður til sýnis. „Hann hefur ekkert breyst. Hann er geymdur í glerkassa og lítur alveg ferlega flott út,“ segir hún.

Veitingastöðum skyndibitakeðjunnar McDonalds var lokað hér á Íslandi þann 31. október árið 2009. Í staðinn opnaði keðjan Metro þar sem verslanir McDonalds höfðu áður verið.

Maður að nafni Hjörtur Smárason keypti síðasta McDonalds borgarann áður en skellt var í lás, og franskar með. Hann hafði heyrt þá þjóðsögu að þessi vinsæli skyndibiti væri svo fullur af rotvarnarefnum að hann myndi aldrei mygla. Ætlaði hann að láta reyna á það.

Úthýst af Þjóðminjasafninu

Í viðtali við Morgunblaðið árið 2015 sagðist Hjörtur hafa sett borgarann á hillu inn í bílskúr. Svo hætti hann að hugsa um gripinn og gleymdi honum í þrjú ár. Árið 2012 flutti Hjörtur til Danmerkur en þá fann hann borgarann í merkilega góðu ástandi á bílskúrshillunni og ákvað að reyna að finna honum framhaldslíf.

Fór hann með borgarann á Þjóðminjasafnið þar sem borgarinn fékk þó aðeins að dvelja í eitt ár. Því að sérfræðingur frá Danmörku hafi metið það svo að Þjóðminjasafnið mætti ekki geyma lífræna hluti eins og hamborgara og franskar kartöflur.

Borgarinn verður fimmtán ára á þessu ári. Mynd/aðsend

Hjörtur fékk borgarann aftur og kom honum í fóstur hjá vinafólki sínu sem rak Bus Hostel í Skógarhlíð. Þar var hann hafður til sýnis þar til hann var færður yfir á Snotru.

„Hann er búinn að vera á hjá okkur síðan 2013. Þá var Bus Hostel opnað og hann fór fyrst þangað. Síðan er hann búinn að fylgja okkar gistiheimilum,“ segir Hulda.

Heimsfrægur

Á þessu ári verður borgarinn fimmtán ára gamall. Verður það að teljast afrek í matvælaiðnaði að hafa náð að sigrast svona vel á náttúrulegri rotnun.

Borgarinn hefur vakið heimsathygli og um hann verið fjallað í mörgum af helstu fjölmiðlunum, svo sem breska ríkissjónvarpinu BBC og bandaríska dagblaðinu Washington Post.

Um tíma var hægt að fylgjast með honum í beinu streymi á netinu en sá hlekkur liggur niðri um þessar mundir. Snotra House útvegaði DV hins vegar nýjar myndir af hnossgætinu. Á þeim sést að umbúðirnar eru í verra ásigkomulagi en maturinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað
Fréttir
Í gær

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir