fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Snorri segir Stígamót reyna að ritskoða sýningu sem enginn hefur séð

Ritstjórn DV
Föstudaginn 19. janúar 2024 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snorri Másson, ritstjóri samnefnds vefmiðils, gerir nýja sýningu Borgarleikhússins að umtalsefni í yfirferð sinni um það sem bar hæst í fréttum vikunnar.

Verkið sem um ræðir, Lúna, verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu í kvöld en sýningin átti upphaflega að heita Kvöldstund með Heiðari snyrti.

Verkið sem um ræðir er eftir Tyrfing Tyrfingsson, sem er eitt allra fremsta leikskáld okkar Íslendinga, og má segja að þess sé beðið með nokkurri eftirvæntingu þótt ekki séu allir á eitt sáttir við það að Heiðar sé gerður að umfjöllunarefni í einu stærsta leikhúsi landsins.

„Ekki alveg beint Heiðar sjálfur“

Um málið segir Snorri:

„Heiðar snyrtir var auðvitað hér á árum áður ákveðin stærð í íslenskri menningu, töluvert fyrirferðarmikill í fjölmiðlum– var svo dæmdur fyrir kynferðisbrot árið 1997 í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dreng á Egilsstöðum – mjög afbrigðilegt kynferðisbrot sem tengdist því að leysa vind – og svo var Heiðar eftir það og eftir því sem árin liðu af skiljanlegum ástæðum sífellt minna áberandi sem álitsgjafi og smekkmaður.“

Hann bendir svo á að svo komi þetta leikrit núna, Kvöldstund með Heiðari snyrti, sem síðar fékk nafnið Lúna. Tyrfingur hafi sagt að Heiðar snyrti væri vissulega persóna, en ekki aðalpersóna – og í einhverjum skilningi skálduð persóna í verkinu.

„Að sá Heiðar sem birtist okkur í þessu verki væri einhvern veginn hugmyndin um Heiðar – ímyndin um Heiðar – en ekki alveg beint Heiðar sjálfur. Brotaþoli Heiðars á sínum tíma mun síðan ef marka má fjölmiðla hafa haft samband við Tyrfing Tyrfingsson höfund leikritsins og menn hafi komist að þeirri lendingu að breyta nafni leikritsins í Lúna í stað Kvöldstundar með Heiðari snyrti. Þannig að nafnið breyttist, en ekki efni leikritsins sjálfs að því er virðist.“

Fyrirsjáanleg andstaða

Snorri segir að ákvörðun Borgarleikhússins um að setja verkið á svið hafi strax mætt fyrirsjáanlegri andstöðu, ekki síst frá Stígamótum, sem sögðu það gert í óþökk þolenda Heiðars.

Þar bendi Drífa Snædal talskona á að dómsmálin séu í raun tvö og að þolendurnir séu fleiri. Þá fullyrði Drífa að með því að setja á svið leikverk um Heiðar snyrti sé verið að „líta framhjá afleiðingum fyrir brotaþola og hampa kynferðisbrotamanni.“

Snorri nefnir aftur á móti að Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri hafi sagt í viðtölum að höfundur sé einmitt ekki málpípa Heiðars snyrtis í verkinu, það sé sem sagt ekki verið að hampa honum, heldur snúist þetta um að nota „skáldaða útgáfu af manneskju, sem er vissulega umdeild í samfélaginu, til að varpa ljósi á marglaga og fjöllaga mannlegt eðli.““

Hvert á hlutverk leikhússins að vera?

Snorri segir að engar skýringar eða vangaveltur í þessum dúr hafi dugað Drífu sem hafi sent frá sér grein í vikunni sem var beint að þeim leikhúsgestum sem hugðust sjá sýninguna. Þar hafi skilaboðin verið skýr; að ekki sé um að ræða sýningu með brotaþolavæna nálgun heldur sé nálgunin einhvern veginn allt önnur.

„Og þar komum við kannski að kjarna málsins; hvert er hlutverk leikhússins í okkar samfélagi og listsköpunar yfirleitt? Hvert á þetta hlutverk að vera? Stígamót hafa náttúrulega bara einn mælikvarða í sinni starfsemi, eðli málsins samkvæmt – sem er að hlutir skulu vera „brotaþolavænir“ – en þá þarf maður að spyrja sig hvort það sé endilega líklegt til árangurs hjá listamönnum að taka upp þá ágætu nálgun sem viðmið númer eitt? Er þetta brotaþolavænt – sem fyrsta og síðasta spurning.“

Snorri heldur áfram og segir:

„Hérna segir leikhúsfólkið að verið sé að skapa list sem vissulega kemur inn á mál mjög umdeilds manns – dæmds kynferðisbrotamanns. Með því er markmiðið ekki að hampa gerandanum – það hefur komið fram – né endilega er markmiðið að rétta hlut þolenda hans – þótt það sé fínt markmið, er það einfaldlega greinilega ekki markmið þessarar leiksýningar. Markmið þessarar sýningar er raunverulega bara ótengt, það er einfaldlega eins og Borgarleikhússtjóri segir:  „Þetta er fyrst og síðast nýtt íslenskt verk sem getur varpað ljósi á okkar dásamlega og stundum erfiða mannlega eðli.“

Fyrst og fremst nýtt íslenskt verk. Markmið þess er ekki að rétta hlut brotaþola einnar ímyndaðrar skáldaðrar alvöru persónu í verkinu, heldur bara hefur það önnur sjálfstæð listræn markmið. Á okkar hugmyndafræðilegu tímum fellur það ekki í kramið hjá ákveðnum hópum  – en þá þarf það kannski bara að vera þannig. Kannski er þetta bara smekksatriði, hvað fólk vill sjá, leikhúsið gæti verið með vottunarkerfi. Stimpill. Þessi sýning er brotaþolavæn, þessi ekki. Jæja.“

Snorri segir að aðalatriðið sé þetta:

„Enginn hefur séð þetta leikrit. Það veit enginn hvernig það tekur á Heiðari snyrti – ekki heldur Drífa Snædal, sem skrifar samt um Lúnu: „Titill verksins skiptir litlu máli, miklu frekar umfjöllunarefnið en Tyrfingur segir engu hafa verið breytt í verkinu sjálfu.“ Hér er krafan sem sagt sú að einhverju sé breytt, sem enginn veit hvað er.“

Hvorki Heiðari né Tyrfingi slaufað

Ljóst er að margir bíða sýningarinnar með eftirvæntingu og gerði einn helsti leikhúsgagnrýnandi þjóðarinnar, Jón Viðar Jónsson, hana að umtalsefni á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi:

„Nú fer að styttast í frumsýningu á leikriti Tyrfings T um Heiðar snyrti. Einhverjir hafa þegar fengið að sjá sýninguna og segja hana góða. Við skulum vona að það viti á gott, en þó er það í rauninni ekkert aðalatriði,“ sagði Jón Viðar sem beindi svo orðum sínum að þeim sem hafa gagnrýnt sýninguna.

„Aðalatriði er að stjórn Leikfélagsins hafi ekki látið fólk út i bæ, sjálfskipaða siðgæðisdómara, kúga sig til að hætta við sýninguna með fordæmingarhrópum og kröfum um ritskoðun. Vissulega var slæmt að heiti verksins skyldi breytt, það náði i rauninni engri átt, enda sýndi sig i vikunni að þetta lið getur ekki sætt sig við neitt minna en allsherjarbann. En stjórn L.R. stendur nú til allra hamingju föst fyrir. Þeim hefur hvorugum verið slaufað, Heiðari eða Tyrfingi. Við fögnum því!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Eiga ekki orð yfir „málaliða“ Pútíns – Hvað eru þeir að gera?

Eiga ekki orð yfir „málaliða“ Pútíns – Hvað eru þeir að gera?
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við