fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fréttir

Bjarni ósáttur við leyfisveitingu Reykjavíkurborgar – „Það er hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 19. janúar 2024 19:46

Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, er ekki sáttur við tjaldbúðir mótmælenda á Austurvelli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, er allt annað en sáttur við þá ákvörðun Reykjavíkurborgar að framlengja leyfi mótmælenda fyrir tjaldbúðum við Austurvöll. Tjaldbúðirnar hafa staðið við Austurvöll síðan 27. desember en framlenging borgarinnar þýðir að þær munu standa þar til fram yfir upphaf þings í næstu viku.
„Það er hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll sem nú hafa staðið þar síðan 27. desember síðstliðinn. Það er óboðlegt með öllu að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir tjaldbúðunum á þessum helga stað milli styttunnar af Jóni Sigurðssyni og Alþingis. Í gær beit Reykjavíkurborg höfuðið af skömminni með því að framlengja leyfið. Það má gera ráð fyrir að það hafi verið hugsað í þeim tilgangi að tryggja að tjöldin stæðu þarna að lágmarki fram yfir samkomudag þingsins í upphafi næstu viku,“ skrifar Bjarni á Facebook-síðu sína.

Segir að ekki eigi að líðast að flagga öðrum þjóðfána við Austurvöll vikum saman

Kallar hann tjaldbúðirnar „dapurlegar“ og segir þær hafa ekkert með hefðbundin mótmæli að gera.
„Í þessu tilviki hefur Reykjavíkurborg leyft því að gerast að hópur mótmælenda kemur sér í heilan mánuð fyrir með tjöldum og búnaði. Ég gef ekkert fyrir lítillega breytt skilyrði sem fylgja framlengingu leyfisins frá því í gær. Hópurinn flaggar þarna fjölda þjóðfána Palestínu og festir á ljósastaura og tjöld. Engum ætti að líðast að flagga nokkrum þjóðfána fyrir framan Alþingi Íslands svo vikum skipti til að mótmæla íslenskum stjórnvöldum. Hvað þá að festa slíka fána á ljósastaura og annað lauslegt og láta þá hanga þar svo vikum skipti. Óskiljanlegt er að þetta hafi fengið að viðgangast og hvað þá að Reykjavíkurborg leggi sérstaka blessun yfir flöggun fánans við famlengingu leyfisins,“ skrifar Bjarni.

Segir Íslendinga taka við fleiri Palestínumönnum en aðrir

Beinir hann orðum sínum til mótmælenda og segir þá mótmæla í landi sem fái margfalt fleiri umsóknir hælisleitenda en nágrannaríkin.
„Hærra hlutfall umsókna er jafnframt tekið til efnislegrar meðferðar hér með jákvæðri niðurstöðu. Ekkert Norðurlandanna hefur tekið við fleiri Palestínumönnum en Ísland undanfarið og ekkert annað land hefur tekið til flýtimeðferðar beiðnir um fjölskyldusameiningar eftir 7. október. Þessi hópur krefst þess nú að íslensk stjórnvöld gangi einnig lengra en allar nágrannaþjóðir til þess að tryggja að það fólk komist frá Gaza,“ skrifar Bjarni.

Boðar hertar reglur

Boðar hann að reglur um hælisleitendur verði hertar á komandi þingi og þær verði samræmdar við það sem gerist hjá nágrannalöndu.
„Auka þarf eftirlit á landamærum. Núverandi fyrirkomulag er algerlega komið úr böndunum, bæði varðandi kostnað og fjölda umsókna. Innviðir okkar komnir að þolmörkum og á því þingi sem tekur aftur til starfa á mánudaginn fram á sumar skiptir öllu að á þessum málum verði tekið af festu og öryggi. Alþingi hefur ítrekað brugðist og hafnað tillögum dómsmálaráðherra sem m.a. hafa átt að taka á þessari stöðu, þótt nokkur jákvæð skref hafi verið tekin. Samhliða þessu þarf að styrkja lögregluna m.a. með auknum heimildum í báráttunni gegn brotastarfsemi, þ.m.t. alþjóðlegri brotastarfsemi,“ skrifar Bjarni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“