fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fréttir

Bátavogsmálið: Dagbjört neitar sök – „Ég bara hafna þessu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 19. janúar 2024 13:58

Frá þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagbjört Rúnarsdóttir, sem ákærð er fyrir að hafa pyntað sambýlismann sinn til dauða, í íbúð að Bátavogi þann 23. september 2023, neitar sök í málinu og hafnar bótakröfum tveggja aðstandenda hins látna.

Dagbjört, sem er í gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði, tók afstöðu til ákærunnar í gegnum fjarfundabúnað, við þingfestingu málsins, sem var við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag Dagbjört sat nokkuð yfirveguð á stól í fangelsinu og fylgdist með fyrirtökunni.

Er dómari spurði hana hver afstaða hennar væri til ákærunnar og miskabótakrafna aðstandenda hins látna, sagði hún:

„Ég bara hafna þessu. Neita sök.“

Mynd: DV/KSJ

Óhugnanlegar ranghugmyndir

Til umfjöllunar kom krafa héraðssaksóknara um að dómurinn kallaði til matsmann til að gera annað geðmat á hinni ákærðu. DV hefur ekki upplýsingar um niðurstöðu þess geðmats sem liggur fyrir en þó má draga þá ályktun af framgangi málsins að Dagbjört sé þar álitin sakhæf.

Arnar Kormákur Friðriksson, verjandi Dagbjartar, hafnar fyrir hennar hönd öðru geðmati. Krefst Dagbjört úrskurðar á aðkomu dómkvaddra matsmanna. Segir hann að Dagbjört kæri sig ekki um annað geðmat.

Kolbrún Benediktssdóttir, aðstoðarhéraðssaksóknari, segir gögn úr farsíma meðal annars gefa tilefni til frekari skoðunar á andlegu ástandi Dagbjartar. Í einni upptökunni heyrist hún halda því fram að hinn látni hafi haft undir höndum skotvopnið sem banaði Olof Palme, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, árið 1986.

Einnig vísaði Kolbrún til framburðar samfanga Dagbjartar á Hólmsheiði, þ.e. lýsingar á framkomu og atferli Dagbjartar þar. Samkvæmt öðrum heimildum DV ríkir mikill ótti á meðal samfanga Dagbjartar við hana.

Fyrirtaka í málinu verður þann 29. janúar. Dagsetning á aðalmeðferð, hinum eiginlegu réttarhöldum, liggur ekki fyrir.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ekkert lát á verðhækkunum á kakói, kaffi, gulli og nautakjöti

Ekkert lát á verðhækkunum á kakói, kaffi, gulli og nautakjöti
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Brandari sem varð að alvöru hlaut ekki náð fyrir augum mannanafnanefndar

Brandari sem varð að alvöru hlaut ekki náð fyrir augum mannanafnanefndar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Milljónir vantar hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga og fyrrverandi stjórnendur grunaðir um lögbrot

Milljónir vantar hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga og fyrrverandi stjórnendur grunaðir um lögbrot
Fréttir
Í gær

Sótt að Gunnari Þórðarsyni: Kröfðust þess að leigjandi íbúðar hans yrði borinn út – Segja að börnin þori ekki heim til sín

Sótt að Gunnari Þórðarsyni: Kröfðust þess að leigjandi íbúðar hans yrði borinn út – Segja að börnin þori ekki heim til sín
Fréttir
Í gær

Oddvitar skora á Guðrúnu að bjóða sig fram

Oddvitar skora á Guðrúnu að bjóða sig fram
Fréttir
Í gær

Fær skilorð fyrir að verða Ibrahim að bana

Fær skilorð fyrir að verða Ibrahim að bana