fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Eftir banvænan árekstur rafhlaupahjóls og rútu voru bílar sagðir vandamálið – Málið reyndist ekki svo einfalt

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 18. janúar 2024 18:30

Mynd frá slysstaðnum í nóvember 2022

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur sent frá sér skýrslu sína vegna banaslyss sem varð í nóvember 2022 þegar ökumaður rafhlaupahjóls lést eftir árekstur við rútu á gatnamótum Barónsstígs og Grettisgötu í Reykjavík. Slysið vakti nokkra umræðu meðal annars um hvort að rútur og bílar almennt tækju of mikið pláss í umferðinni um miðborg Reykjavíkur. Sumir sögðu bíla vandamálið en ekki rafhlaupahjól. Það er hins vegar niðurstaða nefndarinnar að ökumaður rafhlaupahjólsins hafi ekið hjólinu á akbraut, gegn einstefnu, á rútuna og hafi þar að auki verið undir áhrifum áfengis og fíkniefnis.

Þegar slysið átti sér stað kom það af stað umræðu um hvort rafhlaupahjól eða bílar væru helsta vandamálið í umferðinni um þröngar götur miðborgar Reykjavíkur. Meðal þeirra sem vildu meina að slysið sýndi fram á að bílar væru vandamálið var Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður. Hann skrifaði á Twitter-síðu sína:

„Hlaupahjólaslys? Skv fréttinnni var ekið á manneskju á hlaupahjóli. Þetta er einsog að kalla það „gönguslys“ þegar ekið er á gangandi vegfaranda. Bílarnir eru vandamálið, ekki hlaupahjólin.“

Var Gísli þar að vísa til fréttar á vef Fréttablaðsins.

Sjá einnig: Harmleikurinn í miðbæ Reykjavíkur vekur umræður á Twitter – Gísli Marteinn segir bílana vandamálið, ekki hlaupahjólin

Í skýrslunni kemur fram að slysið átti sér stað um klukkan 20 að kvöldi til. Ökumaður rafhlaupahjólsins var karlmaður á þrítugsaldri. Við áreksturinn lenti hann á aftur hjólbörðum hennar og lést samstundis af völdum fjöláverka. Ökumaður og farþegar rútunnar, sem voru 25 talsins, slösuðust ekki.

Um rafhlaupahjólið sjálft segir meðal annars í skýrslunni að hámarkshraði þess hafi verið 25 kílómetrar á klukkustund. Hjólbarðar þess hafi verið slitnir og mynstur þeirra á slitflötum afmáð. Rannsókn hafi leitt í ljós að hemlabúnaður, sem var á afturhjóli, hafi veitt litla hemlun og að hjólið hafi verið stillt á hröðustu stillingu þegar slysið átti sér stað. Auðvelt hafi reynst að finna leiðbeiningar um hvernig ætti að auka hámarkshraða samskonar rafhlaupahjóla en ekki hafi tekist að finna út hvort það hafi verið gert við þetta tiltekna hjól.

Í skýrslunni segir að ekki hafi tekist að leiða það í ljós hver hraði rafhlaupahjólsins var þegar slysið átti sér stað. Samkvæmt ökurita rútunnar var hún sennilega á um 24 kílómetra klukkustund þegar slysið átti sér stað. Henni var ekið norður Barónsstíg en rafhlaupahjólinu austur Grettisgötu.

Ók gegn einstefnu á bannsvæði og var óhæfur til að stjórna hlaupahjólinu

Í skýrslunni kemur fram að Grettisgata gengur þvert á Barónsstíg í einstefnu til vesturs og á þeim kafla sem rafhlaupahjólinu var ekið að gatnamótunum séu bifreiðastæði sunnan götunnar. Rafhlaupahjólinu hafi verið ekið gegn þessari einstefnu og þar að auki á akbraut sem sé ekki leyfilegt samkvæmt umferðarlögum.

Slysstaðurinn hafi verið á mörkum svæðis þar sem akstursbann hópbifreiða var í miðborginni en það hafi náð frá Barónsstíg í austri að Ægisgötu í vestri, en Barónsstígur verið utan þess. Hámarkshraði á svæðinu hafi verið 30 kílómetrar á klukkustund. Umferð um Barónsstíg hafi átt forgang á umferð um Grettisgötu.

Enn fremur kemur fram að mikið magn áfengis og fíkniefnis hafi mælst í blóði ökumanns rafhlaupahjólsins. Hann hafi þar af leiðandi verið óhæfur til að stjórna hjólinu en styrkur áfengis í blóði hans hafi mælst slíkur að það hafi án efa haft áhrif á samhæfingu hans, hugsun og dómgreind. Þetta sé önnur meginorsök slyssins. Hin orsökin sé sú að hann hafi ekið hjólinu á akbraut, sem hafi verið óheimilt, inn á gatnamót þar sem þverakbraut hafði forgang og ekki náð að stöðva rafhlaupahjólið áður en til árekstrar kom en hemlar þess hafi þar að auki verið í slæmu ástandi.

Skýrsluna í heild sinni er hægt að lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður