fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Fréttir

Sakaður um að mynda beran karlmann í sturtu

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 17. janúar 2024 13:30

Atvikið átti sér stað á Ylströndinni í Nauthólsvík sumarið 2022. Mynd/Reykjavíkurborg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært mann fyrir brot gegn kynferðislegri friðhelgi. Er maðurinn sakaður um að taka ljósmyndir af öðrum manni í sturtu.

RÚV greinir frá þessu.

Atvikið átti sér stað í júlí árið 2022 á Ylströndinni í Nauthólsvík. Í ákærunni segir að hinn ákærði hafi farið í sturtuklefann í búningsaðstöðunni og tekið tvær ljósmyndir af öðrum manni í leyfisleysi.

Krafist er að maðurinn verði dæmdur til refsingar sem og að farsíminn sem ljósmyndirnar voru teknar á verði gerður upptækur. Brotaþoli í málinu hefur gert kröfu um miskabætur upp á eina milljón króna.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur um miðjan febrúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tillögunni hafnað og kennarar um allt land ganga út

Tillögunni hafnað og kennarar um allt land ganga út
Fréttir
Í gær

Þóra Kristín kemur Þorgrími til varnar og gagnrýnir Huldu – „Kona sem kallar karlmann sem tjáir sig um börn ómenntaða risaeðlu“

Þóra Kristín kemur Þorgrími til varnar og gagnrýnir Huldu – „Kona sem kallar karlmann sem tjáir sig um börn ómenntaða risaeðlu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var sakaður um barnaníð í skilaboðum til unnustu og nafnlausri færslu á Facebook – „Ég vil að þú vitir hvernig maður þetta er“

Var sakaður um barnaníð í skilaboðum til unnustu og nafnlausri færslu á Facebook – „Ég vil að þú vitir hvernig maður þetta er“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi

Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi