fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Páll segir að reikna megi með stærri gosum á Reykjanesskaga í framtíðinni

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 17. janúar 2024 07:17

Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Mynd: Stefán Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir að vænta megi stærri eldgosa á Reykjanesskaga í framtíðinni. Páll fer yfir atburði síðustu vikna í samtali við Morgunblaðið í dag og líkir þeim saman við Kröfluelda á árunum 1975 til 1984.

„Það sem er líkt með atburðarásinni núna og þeirri sem var á tímum Kröflueldanna er að það kemur heil syrpa af gosum. Fyrsta umbrotahrinan var rétt fyrir jólin 1975 og þá verður heilmikið sig á Kröflusvæðinu, alveg um tvo metra, og síðan fór land að rísa og var að rísa alveg næstu 15 árin,“ segir Páll við Morgunblaðið.

Hann bendir á að þó að jarðfræðin sé ólík á þessum tveimur svæðum eigi atburðarásirnar tvær það sameiginlegt að skjálftavirkni er mikil í upphafi tímabils og gosvirkni lítil.

„Síðan snýst það við og eftir því sem það líður á atburðarásina er búið að losa meira um spennuna sem þýðir að skjálftarnir verða minni en jafnframt verða gosin stærri því stærri hluti kvikunnar kemst upp á yfirborðið. Við erum sennilega ennþá á tímabili lítilla gosa en samt má sjá að skjálftavirknin sem fylgdi þessu gosi var miklu minni en í gosinu 18. desember,“ segir hann meðal annars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri