fbpx
Sunnudagur 13.apríl 2025
Fréttir

Benedikt segir hættu á gosi í Grindavíkurbæ – Möguleiki sem þarf að taka alvarlega

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. janúar 2024 08:07

Benedikt Halldórsson er fagstjóri jarðskjálftavár hjá Veðurstofunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er ekki hægt að útiloka neina sviðsmynd en miðað við það sem við sáum í gær þá er þetta ekkert ólíklegt sviðsmynd,“ segir Benedikt Halldórsson, fagstjóri jarðskjálftavár hjá Veðurstofu Íslands.

Benedikt er gestur í nýjasta þætti Dagmála sem sýndur er á vef mbl.is en þar fer hann yfir atburði síðustu vikna og eldgosin sem hófust 18. desember og 14. janúar.

Í þættinum kemur ýmislegt áhugavert fram og segir Benedikt meðal annars að stóra sigdalssprungan sem varð sýnileg þann 10. nóvember síðastliðinn virðist tengjast gossprungunni sem opnaðist þann 18. desember við Sundhnúkagíga.

Af þeim sökum sé ekki hægt að útiloka að gos komi upp í Grindavíkurbæ ef og þegar annað kvikuhlaup verður úr Svartsengi.

„Ef innflæði kviku við flekaskilin við Svartsengi hættir ekki þá, miðað við það sem við höfum séð, má gera ráð fyrir endurteknum atburði. En hvert kvikan fer hverju sinni það veit maður í raun og veru aldrei. Það myndast nýtt spennuástand við hvert innskot, eða hvern gang, en miðað við það sem er í húfi þá held ég að það þurfi að taka það mjög alvarlega þennan möguleika,“ segir Benedikt meðal annars í þættinum.

Benedikt segir að gera megi ráð fyrir fleiri skyndieldgosum á næstu vikum og mánuðum.

„Meðan þetta landris á svartsengissvæðinu hættir ekki þá er útlit fyrir að þetta muni gerast aftur,“ segir hann meðal annars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tvær konur um fertugt unnu stóra vinninginn í lottóinu um síðustu helgi – Þetta ætla þær að gera

Tvær konur um fertugt unnu stóra vinninginn í lottóinu um síðustu helgi – Þetta ætla þær að gera
Fréttir
Í gær

Jakob Bjarnar skrifaði bréf til þjófsins og í kjölfarið gerðust undarlegir hlutir

Jakob Bjarnar skrifaði bréf til þjófsins og í kjölfarið gerðust undarlegir hlutir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ingólfur tapaði meiðyrðamáli gegn konu

Ingólfur tapaði meiðyrðamáli gegn konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hryllingur á hjúkrunarheimili – Starfsmaður réðst á vistmann

Hryllingur á hjúkrunarheimili – Starfsmaður réðst á vistmann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umtalsverð tekjuaukning hjá Klöppum

Umtalsverð tekjuaukning hjá Klöppum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar ríkisstjórnina við að breyta þessum málaflokki – „Myndi skaða samkeppnishæfni okkar á erlendum vettvangi“

Varar ríkisstjórnina við að breyta þessum málaflokki – „Myndi skaða samkeppnishæfni okkar á erlendum vettvangi“