fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Vilhjálmur í öngum sínum: „Ég er dofinn yfir þessu“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. janúar 2024 08:00

Vilhjálmur Árnason. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Árnason, þingmaður og íbúi í Grindavík, segist vera hálf tilfinningalaus eftir atburðina í bænum síðastliðinn sólarhring.

Heimili Vilhjálms og fjölskyldu hans er aðeins tveimur götum vestan við staðinn þar sem hraun rann inn í bæinn í gær.

„Þetta er bæði ógnvekjandi og mjög óraunverulegt og ég er dofinn yfir þessu,“ segir Vilhjálmur við Morgunblaðið í dag.

Þrátt fyrir gríðarlega óvissu meðal íbúa segist Vilhjálmur sannfærður um að byggð verði áfram í Grindavík þó bið verði á því. Hann segir að stjórnvöld verði að koma inn af krafti og aðstoða fólk við að finna sér húsnæði til lengri tíma.

Hann stingur meðal annars upp á því að fólk verði borgað út úr húsnæði sínu og því gefinn forkaupsréttur á því aftur þegar bærinn verður byggilegir. Þá væri hægt að veita ívilnanir, til dæmis að séreignarsparnaður verði ekki skattlagður þegar hann er tekinn út og stimpilgjöld afnumin.

„Við eyðum ekki óvissunni með náttúruna, en við getum eytt óvissu fólks hvað varðar húsnæðismál og fjárhag. Það verður líka að hafa svör fyrir fyrirtækin, svo þau flytji ekki varanlega á brott,“ segir hann við Morgunblaðið í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“