fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Þorvaldur: „Þetta fer allt saman í gang og það er bara spurning hvenær“

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 15. janúar 2024 20:00

Þorvaldur Þórðarson er prófessor í eldfjallafræði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir ekki seinna vænna fyrir stjórnvöld að fara að setjast niður og undirbúa sig fyrir frekari eldsumbrot á Reykjanesskaga.

Eldstöðvakerfin á skaganum hafa heldur betur minnt á sig á undanförnum árum og hefur verið bent á að Krýsuvík, Brennisteinsfjöll og Hengilsvæðið gætu farið af stað. Í þessu samhengi hefur verið rætt um byggingu frekari varnargarða, til dæmis við Hafnarfjörð og mikilvæga innviði á Hengilsvæðinu.

Þurfum að fara að hanna varnargarða

„Við þurfum að fara skynsamlega í þetta allt saman. Við þurfum ekki að fara að byggja varnargarða en við þurfum kannski að fara að hanna varnargarða og skoða hvernig þeir eigi að liggja og vera tilbúin að setja þá upp ef með þarf,“ segir Þorvaldur í samtali við DV og bætir við að fara þurfi í fyrirbyggjandi aðgerðir en ekki einhvers konar viðbragðsaðgerðir eins og raunin hefur verið.

Sjá einnig: Þorvaldur segir tvær sviðsmyndir líklegastar í stöðunni

„Það sem er búið að gera þarna í Grindavík með varnargarðana var viðbragð en ekki forvarnir. Við vorum að gera þetta þegar gosið var byrjað. Þá þarf að flýta sér svo mikið og taka snöggar ákvarðanir og það þurfa ekki alltaf að vera góðar ákvarðanir,“ segir hann.

Tímaspursmál hvenær meira gerist

Aðspurður hvort hann telji líkur á að til dæmis Krýsuvíkurbeltið fari í gang á næstu árum eða áratugum segir Þorvaldur:

„Já, já. Þetta fer allt  saman í gang og það er bara spurning hvenær,“ segir hann og bendir á að vestanverður Reykjanesskaginn sé kominn í gang og það sé vel hugsanlegt að frekari atburðir verði á næstunni, hvort sem þeir enda með eldgosi eða ekki. Nefnir hann Sundhnúka og Fagradalsfjall þar sem eitthvað virðist vera í gangi miðað við jarðskjálftavirkni á svæðinu.

„Þessi virkni gæti færst yfir í Eldvörpin sem væri kannski betra frá ýmsum sjónarhornum enda lengra að innviðunum þar. Svo getur þetta farið út á Reykjanes og þar eru miklir innviðir undir.“

Ef horft er lengra fram í tímann, einhverja áratugi eða jafnvel út þessa öld, þá sé líklegt að kerfin í Krýsuvík, Brennisteinsfjöllum, Bláfjöllum og jafnvel Henglinum fari að rumska.

„Við vitum ekkert tímasetningar á neinu af þessu,“ segir Þorvaldur og tekur fram að þetta mun ekkert endilega gerast í einhverri ákveðinni röð. Það geti eitthvað gerst í Henglinum á undan til dæmis Krýsuvík eða Brennisteinsfjöllum.

Mikið undir á Hengilsvæðinu

„Það er þess vegna sem ég segi að við þurfum að fara huga að fyrirbyggjandi aðgerðum og skoða hvað er undir á hverjum stað,“ segir Þorvaldur og nefnir Hengilinn þar sem eru gríðarlega mikilvægir innviðir fyrir Reykjavík og höfuðborgarsvæðið.

Er það mat Þorvaldar að við þurfum að fara að vinna skipulega að því hvað við getum gert og hvernig er best að gera það. „Það þarf líka að fara í rannsóknir,“ segir Þorvaldur sem kveðst meðvitaður um að þetta kosti allt saman peninga. Þeir peningar gætu þó skilað sér margfalt til baka ef og þegar næstu kerfi fara af stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“