fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Skallaði mann í andlitið á Sogni og braut í honum augntóftina

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 15. janúar 2024 13:30

Fórnarlambið skaddaðist á sjón og fékk 600 þúsund krónur dæmdar í miskabætur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður á fertugsaldri var á föstudag dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Skallaði hann annan mann í andlit þannig að sá hinn sami skaddaðist á sjón.

Það var Lögreglustjórinn á Suðurlandi sem ákærði manninn fyrir að hafa veist að öðrum fyrir utan svokallaða Hjáleigu í fangelsinu að Sogni í Sveitarfélaginu Ölfusi þann 18. maí árið 2022.

Það er að hann hafi skallað manninn, tekið hálstaki og slegið með krepptum hnefa hægri handar vinstra megin í andlitið. Braut hann andlitsbeinin í manninum vinstra megin með sprungu inn í augntóftina. Hlaut hann skerðingu á sjón eftir árásina.

Hinn ákærði mætti fyrir Héraðsdóm Suðurlands þann 8. desember síðastliðinn ásamt lögmanni sínum og viðurkenndi brot sín skýlaust. Var málið því dómtekið án sönnunarfærslu en eftir að aðilum máls hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun refsingar.

Fyrsti ofbeldisdómurinn

Kom fram hjá verjanda að hinn ákærði eigi áralanga sögu neyslu að baki en hafi verið edrú í 10 mánuði. Kemur fram í dóminum að hann hafi sjö sinnum áður sætt refsingu, síðast 21. september árið 2022 í 30 daga vegna þjófnaðar. Brotið sem hann sé nú sakfelldur fyrir hafi verið framið fyrir uppkvaðningu þess dóms og verði honum því dæmdur hegningarauki.

Var litið til þess að maðurinn hefði játað skýlaust brot sitt. Einnig að hann hafi aldrei áður verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot. Var hann því dæmdur til fjögurra mánaða fangelsis en dómurinn skilorðsbundinn til tveggja ára.

Einnig var hann dæmdur skaðabótaskyldur gagnvart fórnarlambi sínu. Krafðist hann 2 milljóna króna í miskabætur en dómari taldi 600 þúsund krónur hæfilegar bætur. Þá var honum einnig gert að greiða samtals rúmlega 300 þúsund krónur í máls og lögmannskostnað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum