fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Segir umræðu um útsýnisflug yfir gosstöðvarnar á villigötum – „Við erum ekki að fara inn á svæði sem særir tilfinningar fólks“

Jakob Snævar Ólafsson
Mánudaginn 15. janúar 2024 14:00

Frá gosstöðvunum í gær.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borið hefur á gagnrýni vegna útsýnisflugs yfir slóðir eldgossins sem hófst við Grindavík í gær. Forsvarsmenn þyrlufyrirtækisins HeliAir Iceland tilkynntu til að mynda að fyrirtækið ætlaði sér ekki að bjóða upp á slíkt flug þar sem það væri ekki viðskiptatækifæri fyrir fyrirtækið að sýna gestum sínum heimili í Grindavík verða hrauninu að bráð. Fyrirtækið Atlantsflug hefur einnig boðið upp á útsýnisflug yfir gosstöðvar á Reykjanesskaga en forstjóri fyrirtækisins segir gagnrýni á slíkt flug vegna yfirstandandi goss á villigötum enda sé flug yfir gosstöðvunum bannað og því ekki mögulegt fyrir fyrirtækið að sýna gestum sínum, úr lofti, þau hús í Grindavík sem hraun hefur náð til.

Í samtali við fréttamann DV áréttar Jón Grétar Sigurðsson, forstjóri Atlantsflugs, að fyrirtækið sé ekki að bjóða upp á útsýnisflug yfir gosstöðvar yfirstandandi eldgoss við Grindavík:

„Það svæði er lokað. Það er enginn að fljúga þar.“

Jón Grétar segir að ákveðið fyrirtæki hafi fengið leyfi til að fljúga yfir gosinu í gær með fréttamenn sem hafi meðal annars myndað brennandi hús. Hann er þar að vísa til HeliAir Iceland sem tók sérstaklega fram í tilkynningu sinni að fyrirtækið hefði fengið leyfi til að fljúga með fréttamenn RÚV yfir gosinu svo þeir gætu myndað það. Jón Grétar segir að yfirlýsing HeliAir Iceland um að ekki yrði boðið upp á útsýnisflug yfir Grindavík í raun hafa verið óþarfa í ljósi flugbanns yfir gosstöðvunum.

HeliAir Iceland birti einmitt tilkynningu á Facebook-síðu sinni þar sem tekið er fram að ekki verði boðið upp á útsýnisflug yfir Grindavík þar sem það sé ekki viðskiptatækifæri fyrir fyrirtækið að sýna heimili fólks verða fyrir hrauni.

Jón Grétar segir sitt fyrirtæki ekki að vera sýna viðskiptavinum sínum hörmungar annarra. Hann segir fyrirtækið virða bannsvæðið.

Jón Grétar benti fréttamanni á tilkynningu Isavia um bannsvæðið en samkvæmt henni hefur Samgöngustofa bannað flug í tveggja sjómílna radíus frá gosstöðvunum.

Fylgist bara með gosinu úr fjarlægð

Jón Grétar segir að viðskiptavinir Atlantsflugs geti þar af leiðandi aðeins fylgst með yfirstandandi eldgosi úr fjarlægð og því sé ekki mögulegt að sjá húsin sem urðu fyrir hrauninu í útsýnisflugi fyrirtækisins. Atlantsflug sé ekki að selja gestum sínum útsýnisflug yfir Grindavík heldur Reykjanesskaga.

Á vefsíðu fyrirtækisins segir um útsýnisflugið að flogið sé áleiðis til gosstöðvanna (e. to) en ekki að flogið sé yfir þær.

Jón Grétar bendir á að sjá hafi mátt á vefmyndavélum húsin sem urðu fyrir hrauninu brenna og ef leggja ætti alfarið af útsýnisflug nærri gosstöðvunum ætti með sömu rökum að slökkva á öllum vefmyndavélum á svæðinu.

Hann bendir á fjölmiðlar, meðal annars þeir sem eru í einkaeigu sem reknir séu á markaðslegum forsendum eins og flugrekstrarfyrirtæki, hafi óhikað birt myndir af brennandi húsum í Grindavík. Eins birti Almannavarnir sambærilegar myndir sem allir megi nota og hann spyr sig því hvar mörkin liggi. Jón Grétar segist þess vegna eiga bágt með að skilja af hverju gagnrýnin beinist eingöngu að flugrekstarfyrirtækjum eins og hans. Hans fyrirtæki sé ekki í þeim geira að valda fólki ónæði nema síður sé:

„Við erum bara þarna á okkar svæði. Ég er búinn að vera í þessu í 30 ár. Ég veit nokkuð vel hvað ég er að gera. Við erum ekki að fara inn á svæði sem særir tilfinningar fólks.“

„Við gætum að nærveru sálar.“

Beina þurfi siðferðislegum spurningum að fleiri aðilum

Jón Grétar bendir á að einnig sé eitthvað um það að einkaflugvélar sem séu ekki á vegum fyrirtækja eins og hans séu að fljúga yfir svæðið, taka myndir og birta þær á samfélagsmiðlum.

Siðferðislegum spurningum ætti ekki síður að beina til fjölmiðla sem hafi birt myndir af brennandi húsum í Grindavík og haldi úti vefmyndavélum þar sem auðvelt hafi verið að fylgjast með þessum atburðum.

Jón Grétar segir umræðuna þar af leiðandi á villigötum og hann hvetur til þess að fólk kynni sér áðurnefnda tilkynningu Samgöngustofu um flugbann yfir gosstöðvunum.

Hann áréttar að lokum að hans fyrirtæki sýni sínum viðskiptavinum sínum yfirstandandi gos úr fjarska og komist heldur ekki að stöðvum gossins frá því í desember síðastliðnum þar sem þær séu einnig innan bannsvæðisins. Í ferðum fyrirtækisins sjái fólk mestmegnis ummerki eftir þau eldgos sem upp hafi komið á Reykjanesskaga síðustu ár, fyrir utan yfirstandandi gos og það sem upp kom í desember síðastliðnum:

„Við sýnum gömlu gígana og það er það sem er stórkostlegt að sjá þarna … þessar breiður af hrauni. Svo sjá menn logana í fjarska.“

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi
Fréttir
Í gær

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum
Fréttir
Í gær

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti
Fréttir
Í gær

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi
Fréttir
Í gær

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði