fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fréttir

Morðið í Bátavogi: Héraðssaksóknari lýsir misþyrmingum Dagbjartar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 15. janúar 2024 10:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur birt ákæru gegn Dagbjörtu Rúnarsdóttur en hún er sökuð um að hafa valdið láti sambýlismanns síns í Bátavogi 1, dagana 22. til 23. september árið 2023.

Í ákæru er það orðað svo maðurinn hafi látist vegna langvarandi ofbeldis. Dagbjört hafi kýlt hann og sparkað í hann, beitti þrýstingi á andlit, klof, bol, handleggi og fótleggi, auk þess að taka hann hálstaki og taka fast um.

Olli hún manninum margvíslegum áverkum á höfði og líkama, þar á meðal brot á nefhrygg kinnkjálkans, undirhúðarblæðingu á augnsvæðum og í neðri hluta andlits, slitáverka á efra og neðra vafahafti og önnur sár og skrámur á höfði. Einnig fékk maðurinn marbletti og blæðingar í mjúkhlutum hálsins, þar á meðal djúpar blæðingar í vöðvum barkakýlisins.

Mörgum öðrum áverkum er lýst í ákærunni, meðal annars á nára og kynfærum, og blæðingum í kringum þvagleiðara.

Einnig voru áverkar á geirvörtum mannsins. Ennfremur braut hún fingur hans.

Samþættar afleiðingar áverkanna urðu til þess að maðurinn lést, segir í ákæru.

Héraðssaksóknari krefst þess að Dagbjört verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Fyrir hönd tveggja aðstandenda hins látna eru gerðar kröfur um miskabætur upp á 8 milljónir króna fyrir hvorn aðila.

Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 19. janúar næstkomandi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ekkert lát á verðhækkunum á kakói, kaffi, gulli og nautakjöti

Ekkert lát á verðhækkunum á kakói, kaffi, gulli og nautakjöti
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Brandari sem varð að alvöru hlaut ekki náð fyrir augum mannanafnanefndar

Brandari sem varð að alvöru hlaut ekki náð fyrir augum mannanafnanefndar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Milljónir vantar hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga og fyrrverandi stjórnendur grunaðir um lögbrot

Milljónir vantar hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga og fyrrverandi stjórnendur grunaðir um lögbrot
Fréttir
Í gær

Sótt að Gunnari Þórðarsyni: Kröfðust þess að leigjandi íbúðar hans yrði borinn út – Segja að börnin þori ekki heim til sín

Sótt að Gunnari Þórðarsyni: Kröfðust þess að leigjandi íbúðar hans yrði borinn út – Segja að börnin þori ekki heim til sín
Fréttir
Í gær

Oddvitar skora á Guðrúnu að bjóða sig fram

Oddvitar skora á Guðrúnu að bjóða sig fram
Fréttir
Í gær

Fær skilorð fyrir að verða Ibrahim að bana

Fær skilorð fyrir að verða Ibrahim að bana