fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Íslensk hjón fundust látin í íbúð í Torrevieja

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 15. janúar 2024 15:00

Fjölmargir Íslendingar eru búsettir í bænum Torrevieja, nálægt Alicante. Mynd/Wikipedia.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk hjón á áttræðis og sjötugsaldri fundust látin í síðustu viku í íbúð sinni í bænum Torrevieja á Spáni. Ræðismaður Íslands í Orhuela Costa, vestan við Torrevieja, staðfestir þetta.

Að sögn ritara Ræðismanns hefur skrifstofan ekki upplýsingar um hvað kom fyrir. Aðeins að þau hefðu fundist látin í íbúð í umdæminu. Skrifstofunni barst tilkynning frá útfararstofu þann 10. janúar.

Samkvæmt heimildum DV fannst fólkið á sitthvorum staðnum í íbúðinni. Höfðu þau verið búsett á Spáni um nokkurra ára skeið.

Að sögn Ægis Þórs Eysteinssonar, fjölmiðlafulltrúa Utanríkisráðuneytisins, er ráðuneytið meðvitað um málið. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Ekki er vitað hvort að málið sé til rannsóknar hjá lögreglu.

Leiðrétting: Fólkið var sambýlisfólk en ekki hjón.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum
Fréttir
Í gær

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar