fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Íslensk hjón fundust látin í íbúð í Torrevieja

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 15. janúar 2024 15:00

Fjölmargir Íslendingar eru búsettir í bænum Torrevieja, nálægt Alicante. Mynd/Wikipedia.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk hjón á áttræðis og sjötugsaldri fundust látin í síðustu viku í íbúð sinni í bænum Torrevieja á Spáni. Ræðismaður Íslands í Orhuela Costa, vestan við Torrevieja, staðfestir þetta.

Að sögn ritara Ræðismanns hefur skrifstofan ekki upplýsingar um hvað kom fyrir. Aðeins að þau hefðu fundist látin í íbúð í umdæminu. Skrifstofunni barst tilkynning frá útfararstofu þann 10. janúar.

Samkvæmt heimildum DV fannst fólkið á sitthvorum staðnum í íbúðinni. Höfðu þau verið búsett á Spáni um nokkurra ára skeið.

Að sögn Ægis Þórs Eysteinssonar, fjölmiðlafulltrúa Utanríkisráðuneytisins, er ráðuneytið meðvitað um málið. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Ekki er vitað hvort að málið sé til rannsóknar hjá lögreglu.

Leiðrétting: Fólkið var sambýlisfólk en ekki hjón.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fleiri Loga töskur dúkka upp – „Hvað er í gangi?“

Fleiri Loga töskur dúkka upp – „Hvað er í gangi?“