fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Ísland á meðal þeirra ríkja þar sem auðveldast er að fá ríkisborgararétt

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 14. janúar 2024 18:30

Íslenska vegabréfið er á meðal þeirra öflugustu í heimi og er eftirsótt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland er í fimmta sæti yfir þau Evrópulönd sem auðveldast er að verða sér úti um ríkisborgararétt í. Hlutfall þeirra umsækjenda sem fá vegabréf er 4 prósent á ári.

Það var kanadíska útlendingastofnun, CIS, sem tók saman gögn frá evrópsku tölfræðistofnuninni, Eurostat, á árunum 2009 til 2021.

Kom þar í ljós að Svíþjóð er það Evrópuland sem auðveldast er að fá vegabréf. En 9,3 prósent umsækjenda fengu sænskt vegabréf.

Fyrir utan Svíþjóð er auðveldast að verða sér úti um ríkisborgararétt í Noregi, Hollandi, Portúgal og á Íslandi. Á topp tíu eru einnig Írland, Rúmenía, Bretland, Belgía og Finnland.

Danir skera sig úr á Norðurlöndunum en þar fá aðeins 2 prósent umsækjenda ríkisborgararétt. Lægst er hlutfallið í Eistlandi, 0,7 prósent, en almennt séð er erfiðara að öðlast ríkisborgararétt í austanverðri álfunni en vestanverðri.

Á eftir Eistlandi kemur Lettland, Tékkland, Litháen og Austurríki.

Tvær leiðir

Útlendingar geta sótt um íslenskan ríkisborgararétt ef þeir hafa fengið ótímabundið dvalarleyfi eða vera ríkisborgari EES/EFTA ríkis, hafa staðist íslenskupróf, ekki verið í vanskilum eða þegið fjárhagsaðstoð, ekki hafa brotið af sér nýlega og að hafa búið hér á landi í þrjú ár.

Einnig getur Alþingi veitt fólki ríkisborgararétt með lögum. Það var til dæmis gert í tilviki skákmeistarans Bobby Fischer, handboltamannsins Julian Duranona, tónlistarmaðurinn Damon Albarn og meðlima pönkhljómsveitarinnar Pussy Riot.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku
Fréttir
Í gær

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta