Ísland er í fimmta sæti yfir þau Evrópulönd sem auðveldast er að verða sér úti um ríkisborgararétt í. Hlutfall þeirra umsækjenda sem fá vegabréf er 4 prósent á ári.
Það var kanadíska útlendingastofnun, CIS, sem tók saman gögn frá evrópsku tölfræðistofnuninni, Eurostat, á árunum 2009 til 2021.
Kom þar í ljós að Svíþjóð er það Evrópuland sem auðveldast er að fá vegabréf. En 9,3 prósent umsækjenda fengu sænskt vegabréf.
Fyrir utan Svíþjóð er auðveldast að verða sér úti um ríkisborgararétt í Noregi, Hollandi, Portúgal og á Íslandi. Á topp tíu eru einnig Írland, Rúmenía, Bretland, Belgía og Finnland.
Danir skera sig úr á Norðurlöndunum en þar fá aðeins 2 prósent umsækjenda ríkisborgararétt. Lægst er hlutfallið í Eistlandi, 0,7 prósent, en almennt séð er erfiðara að öðlast ríkisborgararétt í austanverðri álfunni en vestanverðri.
Á eftir Eistlandi kemur Lettland, Tékkland, Litháen og Austurríki.
Útlendingar geta sótt um íslenskan ríkisborgararétt ef þeir hafa fengið ótímabundið dvalarleyfi eða vera ríkisborgari EES/EFTA ríkis, hafa staðist íslenskupróf, ekki verið í vanskilum eða þegið fjárhagsaðstoð, ekki hafa brotið af sér nýlega og að hafa búið hér á landi í þrjú ár.
Einnig getur Alþingi veitt fólki ríkisborgararétt með lögum. Það var til dæmis gert í tilviki skákmeistarans Bobby Fischer, handboltamannsins Julian Duranona, tónlistarmaðurinn Damon Albarn og meðlima pönkhljómsveitarinnar Pussy Riot.