„Það komu um 20 manns en við erum búin að koma öllum fyrir í gistingu,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, teymisstjóri hjá Rauða krossinum, í stuttu spjalli við DV, en móttaka fyrir Grindvíkinga var opnuð að Efstaleiti 9 í Reykjavík í nótt.
„Þetta er okkar hlutverk, að bregðast snöggt við,“ segir Gylfi, en enginn dvelst í móttökunni í augnablikinu. Fólkið sem kom þangað í nótt dvaldist misjafnlega lengi við enda aðstæður þess ólíkar. En núna hafa þau öll fengið húsaskjól.