Í færslu á Facebook-síðu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fyrr í morgun kemur fram að, síðastliðinn sólarhring, hafi fjöldi sjúkraflutninga, í fyrsta sinn í einhvern tíma á virkum degi, ekki farið yfir 100:
„Jæja loksins virkur dagur undir 100 en við fórum í 90 sjúkraflutninga síðastliðinn sólarhring þar af voru 21 forgangsflutningur.“
Í færslunni kemur einnig fram að lítið hafi verið um verkefni fyrir dælubíla slökkviliðsins síðastliðinn sólarhring. Verkefnin hafi verið tvö. Í fyrra skiptið var grunur um eld en miðað við færsluna reyndist ekki um eld að ræða. Hitt verkefni fyrir dælubíl snerist um einstakling sem var lokaður inni í herbergi en hurðarhúnn hafði dottið af hurð herbergisins. Í færslunni kemur fram að það verkefni leystist hratt og örugglega.