fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Svona mun árás Rússa á Svíþjóð eiga sér stað skref fyrir skref

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 11. janúar 2024 04:30

Sænskir hermenn að störfum. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina sagði Carl-Oskar Bohlin, ráðherra almannavarna í Svíþjóð, að landsmenn þurfi að vera undir það búnir að til stríðs komi í landinu og að landsmenn verði að hugleiða hvernig þeir séu undir það búnir að til stríðs komi. Fæstum dylst að þarna átti ráðherrann við hættuna á að Rússar ráðist á landið.

DV skýrði frá þessu fyrr í vikunni.

Svíum sagt að vera viðbúnir því að stríð skelli á

Í kjölfar þessara ummæla ráðherrans ræddi Karlis Neretnieks, fyrrum rektor sænska varnarmálaskólans, við Aftonbladet um hver fyrstu skotmörkin verði ef til innrásar kemur.

Hann sagði að fyrsta skotmarkið verði fjarskiptakerfi og samskiptaleiðir. Reynt verði að lama þetta. „Fyrstu afleiðingarnar, sem bregðast þarf við, er líklega að Internetið, tölvupóstur og þess háttar mun ekki virka,“ sagði hann og benti á að án þessara innviða muni hlutar af samfélaginu ekki getað starfað eðlilega. Þetta á til dæmis við um lestarsamgöngur, greiðslukerfi og vatnshreinsun því allt er þetta háð tölvum.

Næsta skotmark óvinarins væri raforkukerfið að mati Karlis. „Ef ráðist verður á okkur, þá tel ég að reynt verði að lama raforkukerfið,“ sagði hann og bætti við að mikilvægt sé að Svíar undirbúi sig undir slíkt og geti brugðist hratt við og lagfært kerfið ef þörf krefur.

Suðurhluti landsins, Gotland, Blekinge og Skánn, yrðu síðan fyrstu svæðin sem óvinaher myndi ráðast beint á. Ef Rússar gerðu árás myndu þeir væntanlega reyna að ná suðurhluta landsins fyrst á sitt vald. Með því gætu þeir komið í veg fyrir að NATO gæti sent liðsauka í gegnum Eystrasaltið.

En það er ekki bara suðurhluti landsins sem verður í skotlínunni ef Rússar skyldu ráðast á Svíþjóð.  Heimskautasvæðið yrði einnig framarlega í röðinni ef til árásar kæmi.

Stokkhólmur myndi líklega heldur ekki sleppa alveg þrátt fyrir að borgin sé ekki  áhugaverð út frá hernaðarlegu sjónarmiði. En þar eru stjórnarbyggingarnar og ráðamenn eru staðsettir þar og því ekki útilokað að ráðist verði á stjórnarbyggingar.

Aðrir hlutar landsins verða hugsanlega ekki fyrir miklum áhrifum af stríði ef til þess kemur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt