fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Sterkasta bridgemót sögunnar í Hörpu – Verðlaunafé nemur 4,6 milljónum króna

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 11. janúar 2024 09:57

Boye Brogeland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sterkasta sveitakeppni sem haldin hefur verið í hugaríþróttinni bridge hér á landi fer fram 22.-25 janúar næstkomandi.

Von er á fjölmörgum af skærustu stjörnum alheims í spilinu. Mótið nefnist WBT Masters Reykjavík 2024 og verður keppnin sú fyrsta í röð alþjóðlegra ofurmóta sem fara fram víða um heim.

Matthías Imsland, framkvæmdastjóri Bridgesambands Íslands, segir erfitt að nefna eina stjörnu umfram aðra í keppendahópnum. Flestir gestanna séu meðal þekktustu briddsmeistara heims. Nefna má Norðmanninn Boye Brogeland og Sabine Auken.

Tvær íslenskar sveitir taka þátt, önnur þeirra að mestu skipuð landsliðsspilurum.

Mikil eftirvænting er fyrir mótið að sögn Matthíasar. Spilað verður í Hörpu. Verðlaunafé nemur 4,6 milljónum króna.

Áhugi á bridge hefur undanfarið tekið sögulegan kipp hér á landi. Fjöldi nýrra iðkenda slær öll met. Hvert nýliðanámskeið sem Bridgesamband Íslands hefur hleypt af stokkunum undanfarið fullestið. Matthías segir sérlega gaman að halda mótið á tímum vakningar í hugaríþróttinni.

Skammt er stórra högga á milli, því strax eftir ofurmótið fer stórmótið Reykjavík Open fram í Hörpu og stefnir í fjölmennasta mót sem farið hefur fram hérlendis. Enn er þó hægt að bæta pörum við. Gera má ráð fyrir að 700-800 keppnisspilarar berjist á Reykjavík Open um fé, heiður og frama, bæði í tvímenningi og sveitakeppni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fá ekki að rannsaka sólarorku á Miðnesheiði

Fá ekki að rannsaka sólarorku á Miðnesheiði
Fréttir
Í gær

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo
Fréttir
Í gær

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Í gær

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“
Fréttir
Í gær

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“