fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Sænsk börn hafa áhyggjur af stöðunni: Síminn hefur varla stoppað

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 11. janúar 2024 10:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttir þess efnis fyrr í vikunni að raunverulegur möguleiki væri á að stríð skelli á í Svíþjóð hefur valdið talsverðu fjaðrafoki þar í landi síðustu daga.

Carl Oskar Bohlin ráðherra heimavarna sagði á ráðstefnu um öryggismál í vikunni að stríð gæti skollið á í Svíþjóð og að þjóðin yrði að bregðast við til að styrkja varnarviðbúnað landsins.

Sjá einnig: Svíum sagt að vera viðbúnir því að stríð skelli á

Undir þetta tók svo Micael Bydén, yfirhershöfðingi Svíþjóðar, sem sagði að Svíar ættu að búa sig andlega undir þennan möguleika.

Ástæðan er óvissan í stríði Rússlands og Úkraínu og yfirvofandi innganga Svíþjóðar í NATO. Segja sænsku ráðamennirnir að raunverulegur möguleiki sé á því að Rússland ráðist á Svíþjóð.

Þetta hefur valdið talsverðum ótta í Svíþjóð og segir Magdalena Andersson, fyrrverandi forsætisráðherra, að verið sé að ala á hræðsluáróðri. Þó að staðan væri alvarleg sé „stríð ekki handan við hornið“ eins og hún sagði í sænska sjónvarpinu í vikunni.

Sjá einnig: Svona mun árás Rússa á Svíþjóð eiga sér stað skref fyrir skref

Bris, samtök um réttindi barna í Svíþjóð, segir að jafnan sé ekki mikið hringt og spurt út í möguleikann á því að stríð brjótist út í Svíþjóð. Í þessari viku hafi síminn varla stoppað þar sem áhyggjufull ungmenni, sem séð hafa umfjöllun í fréttum eða á TikTok, spyrjast fyrir um möguleikann.

Maja Dahl, talsmaður Bris, segir að yfirvöld þurfi að setja málið fram með þeim hætti að börn skilji það.

Bydén segist ekki vilja valda óþarfa áhyggjum hjá fólki og það hafi ekki verið markmið hans. „Markmið mitt er að vekja fólk til umhugsunar um stöðuna,“ sagði hann í viðtali við Aftonbladet.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Í gær

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt