fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Kjartan telur meirihlutann í borginni hafa þá stefnu að skapa sem víðast öngþveiti í umferðinni

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 11. janúar 2024 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þreng­ing gatna­móta Sæ­braut­ar-Klepps­mýr­ar­veg­ar er lík­lega hluti af þeirri stefnu meiri­hluta borg­ar­stjórn­ar að skapa sem víðast öngþveiti í um­ferðinni,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Kjartan skrifar grein í Morgunblaðið í dag og segir að ófremd­ar­ástand hafir ríkt á gatna­mót­um Sæ­braut­ar og Klepps­mýr­ar­veg­ar um margra mánaða skeið þar sem þau anna hvorki mik­illi um­ferð frá at­vinnu­hverf­inu aust­an Sæ­braut­ar né ört vax­andi íbúðabyggð þar.

„Sú ákvörðun Reykja­vík­ur­borg­ar, að þrengja gatna­mót­in og fækka vinstri­beygjuak­rein­um af Klepps­mýr­ar­vegi inn á Sæ­braut til suðurs, leiðir til mik­illa tafa og hef­ur mjög slæm­ar af­leiðing­ar fyr­ir um­ferð um þessi fjöl­förnu gatna­mót.“

Brýnt að leiðrétta þessi mistök

Í grein sinni segir hann brýnt að leiðrétta þessi mistök sem fyrst og fjölga áður­nefnd­um vinstri­beygjuak­rein­um í tvær á ný. Um leið þurfi að tryggja ör­yggi skóla­barna og annarra gang­andi vegfarenda á leið yfir Sæ­braut með sér­stök­um aðgerðum.

„Um­rædd gatna­mót eru helsta teng­ing vega­kerf­is­ins við at­vinnu­hverfið aust­an Sæ­braut­ar, sem er eitt mik­il­væg­asta at­vinnu- og þjón­ustu­hverfi lands­ins. Fjöldi fólks sæk­ir dag­lega at­vinnu eða þjón­ustu til þeirra fjöl­mörgu fyr­ir­tækja sem þar eru starf­rækt. Þar eru vin­sæl­ar byggingavöruverslanir, verk­stæði og ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæki svo eitt­hvað sé nefnt. Þar er einnig stærsta inn­flutn­ings­höfn lands­ins ásamt vöru­hús­um og vöru­flutn­inga­miðstöðvum. Fjöl­mennt íbúðahverfi hef­ur að und­an­förnu sprottið upp í Voga­byggð, sem eyk­ur enn á um­ferðina um svæðið, sem þó var mik­il fyr­ir,“ segir hann.

Kom forsvarsmönnum fyrirtækja á óvart

Kjartan bendir einnig á að á hverjum degi fari fjöldi vöruflutningabifreiða úr hverfinu með vörur sem dreift er um höfuðborgarsvæðið og allt land. Hverfið sé því mikilvægur innviður og ómissandi hlekkur í vöru­flutn­inga­kerfi lands­ins.

„Svo mik­il­vægt at­vinnu­hverfi verður að vera vel tengt við stofn­braut­ir og þjóðvegi. Gatna­mót Sæ­braut­ar og Klepps­mýr­ar­veg­ar eru ein helsta teng­ing hverf­is­ins við vega­kerfið og um þau fer stór hluti vöru­inn­flutn­ings lands­manna.“

Kjartan segir að það hafi komið forsvarsmönnum fyrirtækja á svæðinu spánskt fyrir sjónir þegar þeir sáu í fréttum í fyrra að til stæði að fækka beygjuak­rein­um af Klepps­mýr­ar­vegi yfir á Sæ­braut úr tveim­ur í eina. Kom þetta þeim á óvart, ekki síst í ljósi þess að um­rædd­ar tvær beygjuak­rein­ar önnuðu vart um­ferð af Klepps­mýr­ar­vegi inn á Sæ­braut og kannski sérstaklega eftir að um­ferð íbúa úr hinu nýja Voga­hverfi bætt­ist við.

„Fyr­ir­tæk­in brugðust skjótt við, höfðu sam­band við Reykja­vík­ur­borg og komu því skýrt á fram­færi að þreng­ing gatna­mót­anna myndi hafa mjög nei­kvæð áhrif á starf­semi fyr­ir­tækj­anna á svæðinu. Jafn­framt var óskað eft­ir því að borg­in hefði sam­ráð við fyr­ir­tæk­in um málið áður en ráðist yrði í fram­kvæmd­ir. Borg­in hét sam­ráði en réðst þó í þreng­ingu gatna­mót­anna í haust án sam­ráðs og síðan hef­ur ríkt þar ófremd­ar­ástand,“ segir hann.

Stefna að skapa öngþveiti?

Hann segir að borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins hafi lagt til í októ­ber síðastliðnum að vinstri­beygjuak­rein­um af Klepps­mýr­ar­vegi, inn á Sæ­braut til suðurs, yrði fjölgað í tvær á nýj­an leik. Jafn­framt yrði ör­yggi gang­andi veg­far­enda á leið yfir Sæ­braut aukið, til dæmis með hnapp­a­stýrðu og/​eða snjall­stýrðu gang­braut­ar­ljósi.

„Lögðum við þannig til leiðrétt­ingu á þeim mis­tök­um sem voru gerð með þreng­ingu gatna­mót­anna. Til­lag­an var felld með fjór­um at­kvæðum meiri­hluta Sam­fylk­ing­ar, Fram­sókn­ar­flokks, Pírata og Viðreisn­ar, gegn tveim­ur at­kvæðum Sjálf­stæðis­flokks­ins, á fundi um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs Reykja­vík­ur, 29. nóv­em­ber síðastliðinn,“ segir Kjartan sem er ómyrkur í máli.

„Greini­legt er að vinstri meiri­hlut­inn tel­ur eng­in mis­tök hafa verið gerð með þreng­ingu gatna­móta Sæ­braut­ar og Klepps­mýr­ar­veg­ar, sem leitt hef­ur til mik­illa um­ferðartafa og óviðun­andi teng­ing­ar heils at­vinnu­hverf­is við vega­kerfi lands­ins. Um­rædd þreng­ing er því lík­lega hluti af þeirri skýru stefnu meiri­hlut­ans að skapa sem víðast öngþveiti í um­ferðinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“
Fréttir
Í gær

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákæran gegn Sigurði Fannari birt: Játar hvorki né neitar því að hafa banað dóttur sinni

Ákæran gegn Sigurði Fannari birt: Játar hvorki né neitar því að hafa banað dóttur sinni