Þetta segir Vilhjálmur í Morgunblaðinu í dag.
Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu á dögunum að reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, um frestun upphafs hvalveiða síðastliðið sumar hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í lögum um hvalveiðar,
Vilhjálmur segir við Morgunblaðið að hafinn sé undirbúningur kröfugerðar í málinu og er það unnið í samvinnu við Hval hf. Lögmenn Hvals og Verkalýðsfélags Akraness séu að skoða stöðuna.
„En það er alveg ljóst að við munum fylgja þessu máli alla leið,“ segir hann og bætir við að um mikla hagsmuni sé að ræða. Einn mánuður í vinnu með orlofi geti gefið starfsmanni rúmar tvær milljónir króna í heildarlaun.
Vilhjálmur er ómyrkur í máli í garð matvælaráðherra.
„Það er algerlega með ólíkindum að þetta mál skuli hafa farið þessa leið á sínum tíma, í ljósi allra þeirra lögfræðilegu álita sem lágu fyrir strax í upphafi.“